Kennsla fellur niður vegna veðurs

Óveður er í aðsigi.
Óveður er í aðsigi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kennsla í öll­um grunn­skól­um og leik­skól­um á Seltjarnarnesi, í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði fellur niður á morgun vegna veðurs. Rauð veðurviðvörun verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö til ellefu í fyrramálið.

Auk þess fellur kennsla niður í grunn- og leikskólum í höfuðborginni á morgun.

Líkt og í Reykjavík verða skólar í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda - það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna veðurs­ins sem skell­ur á öllu land­inu snemma í fyrra­málið. Lög­regl­an bend­ir á að um tíma verður ekk­ert ferðaveður á höfuðborg­ar­svæðinu. 

mbl.is