Samhæfingarstöð virkjuð á miðnætti

Rauð viðvörun hefur verið gefið út vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, …
Rauð viðvörun hefur verið gefið út vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi og tekur hún gildi ýmist klukkan 5 eða 6 á föstudagsmorgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Ofsaveðri sem spáð er fram á annað kvöld er þegar farið að láta til sín taka á suðurhluta landsins, ekki síst í Vík og Vestmannaeyjum. Rauð viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi og er þetta í fyrsta skipti sem rauð viðvörun er gefin út í þessum landshlutum. 

Óvissu­stigi al­manna­varn­ar hef­ur verið lýst yfir vegna óveðurs­ins og samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti. Dagur elskenda, Valentínusardagurinn, er einmitt á morgun og segja má að hann hefjist með hvelli. 

Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð tekur til starfa á miðnætti. Myndin …
Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð tekur til starfa á miðnætti. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Rögn­vald­ar Ólafs­son­ar hjá al­manna­vörn­um á veðrið að ná há­marki milli klukk­an 7 og 11 í fyrra­málið. Vonda veðrinu get­ur fylgt snjó­koma og blind­byl­ur, og seg­ir Rögn­vald­ur að æski­legt sé að sem fæst­ir bíl­ar verði á göt­un­um. Þá er viðbúið að ein­hverj­ar trufl­an­ir geti orðið á raf­orku­kerfi, seg­ir Rögn­vald­ur, en bæt­ir við að raf­orku­fyr­ir­tæki hafi gert ráðstaf­an­ir og verði með auk­inn mann­skap á vakt á morg­un.

Í tilkynningu frá RARIK segir að miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á afhendingu rafmagns, bæði í dreifikerfi RARIK og landskerfinu (flutningskerfi Landsnets). RARIK er í viðbragðsstöðu til að bregðast við hugsanlegum bilunum á dreifikerfinu.

Lokanir og snjóflóðahætta

Bú­ast má við víðtæk­um lok­un­um vega og hef­ur Vega­gerðin gefið út áætl­un um mögu­leg­ar lok­an­ir. Meðal fyr­ir­hugaðra lok­ana má nefna Hell­is­heiði og Reykjanesbraut frá klukk­an 1 í nótt 3 og Holta­vörðuheiði og Öxna­dals­heiði frá miðnætti en áætl­un­ina í heild sinni má sjá hér.

Veðrinu fylgir einnig snjóflóðahætta, meðal annars á Flateyrarvegi, Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla. 

Viðbragðsaðilar munu fylgjast grannt með gangi mála og hefur undirbúningur staðið yfir síðustu daga. Líkt og sjá má í færslu Veðurstofunnar var samráðsfundur stofnunarinnar þétt setinn í dag, en hann var óvenju fjölsóttur enda aðstæður sérstakar en þetta er í fyrsta sinn sem rauð viðvörun er gefin út á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Faxaflóa. 

mbl.is