Vedur.is enn í ólagi

Vefur Veðurstofunnar er með óhefðbundnu sniði eins og er.
Vefur Veðurstofunnar er með óhefðbundnu sniði eins og er. Kort/Veðurstofa Íslands

Vef­ur Veður­stofu Íslands er bilaður en notendur sem hyggjast kanna spár í tengslum við ofsaveður morgundagsins lenda inn á varaleið þegar þeir ætla inn á vedur.is. Vefurinn hefur verið bilaður í meira og minna allan dag en þó ekki vegna álags í tengslum við rauðar og appelsínugular viðvaranir.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er bilunin rakin til innri bilunar frá spálíkönum sem vefurinn sækir til að birta upplýsingar hjá sér.

Bilunin hefur engin áhrif haft á störf veðurfræðinga í dag en þeir hafa fengið öll gögn sem þarf til að útbúa spár og fylgjast með stöðunni.

Unnið er að viðgerð og vonir standa til að vefurinn komist í eðlilegt lag sem fyrst þó ómögulegt sé að segja til um hvenær nákvæmlega það verður.


 

mbl.is