Vefur Veðurstofunnar kominn í lag

Það blæs nokkuð hressilega í fyrramálið.
Það blæs nokkuð hressilega í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Vefur Veðurstofu Íslands er aftur kominn í lag eftir að hann hafði verið bilaður í meira og minna allan dag. Bilunin kom á versta tíma en spáð er ofsaveðri um allt land á morgun og rauðar viðvaranir í gildi fyrir allan suðurhlutann.

Bilunin er ekki rakin til álags á vefinn heldur var hún á ytri vef Veðurstofunnar og er rakin til innri bilunar í gagnastrauma frá spálíkönum sem vefurinn sækir til að birta upplýsingar. 

Eins og áður hefur komið fram hafði bilunin engin áhrif á störf veðurfræðinga eða annarra sérfræðinga á Veðurstofunni. 

mbl.is