Allt á floti í Grindavíkurhöfn

Sjór flæddi upp á hafnarbakkann í Grindavík í morgun.
Sjór flæddi upp á hafnarbakkann í Grindavík í morgun. Skjáskot

Sjór flæddi upp á hafnarbakkann í Grindavík í morgun en talverður áhlaðandi hefur verið á Suðurnesjum í dag. „Það var bara allt á floti þarna. Smábátahöfnin var á kafi eins og allt þarna, út við golfvöll líka,“ segir Óttar Hjartarson, íbúi í Grindavík, í samtali við 200 mílur.

Hann segist ekki haft neitt sérstakt erindi á höfnina. „Maður komst ekki í vinnuna, það var lokaður Gríndavíkurvegurinn og þá renndi maður niðureftir til að kíkja á þetta.“

Spurður hvort hann viti til þess að flætt hafi inn í verbúðirnar við höfnina segir Óttar sjóinn ekki hafa náð nægilegri hæð til þess. „Þetta er ekki eins og þetta var áður fyrr þegar allt fór á kaf. Þetta var bara smotterí núna.“


 

mbl.is