Átak sex skipa við mælingar á loðnu

Hákon og Heimaey Á loðnuveiðum 2016. Skipin taka nú þátt …
Hákon og Heimaey Á loðnuveiðum 2016. Skipin taka nú þátt í leit að loðnunni. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Átak verður gert í mæl­ingu á veiðistofni loðnu í næstu viku er sex skip verða við loðnu­mæl­ing­ar. Skip­in halda vænt­an­lega út síðdeg­is á sunnu­dag eða þegar veðrinu slot­ar. Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ist í Morg­un­blaðinu í dag ekki minn­ast þess að áður hafi svo mörg tekið þátt í loðnu­mæl­ingu sam­tím­is.

Auk rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar taka Aðal­steinn Jóns­son SU, Heima­ey VE, Há­kon EA, Börk­ur NK og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq þátt í mæl­ing­unni. Tveir til þrír rann­sókna­menn frá Haf­rann­sókna­stofn­un verða um borð í hverju veiðiskip­anna en leiðang­urs­stjóri er Birk­ir Bárðar­son fiski­fræðing­ur.

Spurður hvort hann sé bjart­sýnn á niður­stöður leiðang­urs­ins í næstu viku seg­ir Guðmund­ur: „Ég er bjart­sýnn á að við náum góðri mæl­ingu, hver niðurstaðan verður veit ég ekki. Óviss­an verður vænt­an­lega með minnsta móti, þar sem mörg skip gefa tæki­færi á að hafa leiðarlín­ur þétt­ar. Það er mikið fengið með því að fara í svona mikið átak á stutt­um tíma.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: