Bátur sökk við bryggjuna í Eyjum

Vélbáturinn Blátindur VE21 sökk við bryggju í Vestmannaeyjum í morgun. Greint er frá þessu á vef Eyjafrétta.

Óskar Pétur Friðriksson í Eyjum tók meðfylgjandi myndir af bátnum við bryggjuna í morgun. Blátindurinn er nú horfinn ofan í höfnina og einungis mastrið stendur upp úr.

Blátindur var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1947 og var í útgerð allt til ársins 1992, samkvæmt því sem segir á vef Eyjafrétta.

Um aldamót lét áhuga­manna­fé­lag um varðveislu Blát­inds gera bát­inn upp og var hann af­hentur menn­ing­ar­mála­nefnd Vest­manna­eyja til varðveislu á sjó­mannadaginn árið 2001.

Flaut um höfnina áður en hann svo sökk

„Hann hafði losnað og flaut hérna um höfnina í smá tíma áður en hann sekkur,“ segir Arnar Richardsson íbúi í Vestmannaeyjum við mbl.is.

Arnar tók myndband af því sem fram fór og birti á Facebook-síðu sinni. Það má sjá hér að neðan.

Blásteinn VE21, skömmu áður en hann hvarf í höfnina.
Blásteinn VE21, skömmu áður en hann hvarf í höfnina. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is