Landgangur fór í sjóinn

Hvassviðrið var mikið við höfnina eins og sjá má á …
Hvassviðrið var mikið við höfnina eins og sjá má á þessari mynd. mbl.is/Árni Sæberg

Landgangur datt í sjóinn í Suðurbugt Gömlu hafnarinnar í Reykjavík í óveðrinu í morgun, auk þess sem einn fingur, sem bátar eru bundnir við, brotnaði.

Að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns hjá Faxaflóahöfnum, gekk morguninn stóráfallalaust fyrir sig og engar tilkynningar um tjón á bátum hafa komið á þeirra borð.

Hann bætir við að smábátaeigendur hafi fengið aðvörun senda í smáskilaboðum í gær vegna veðursins og þeir beðnir um að huga að bátum sínum.

mbl.is