Aldrei svo mörg skip í loðnuleiðangri

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun halda áfram leit út af Austfjörðum.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun halda áfram leit út af Austfjörðum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fyr­ir­hugað er að mæl­ing á loðnu á næst­unni nái yfir allt það svæði sem ætla má að full­orðin loðna geti fund­ist á á þess­um árs­tíma. Gera má ráð fyr­ir að sú mæl­ing taki allt að tíu daga. Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, gerði grein fyr­ir stöðu loðnu­leit­ar á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær.

Rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son held­ur áfram leit út af Aust­fjörðum og um eða eft­ir helgi munu fimm skip frá út­gerðum upp­sjáv­ar­skipa einnig koma inn í leit­ina. Aldrei áður hafa svo mörg skip tekið þátt í loðnu­leit, seg­ir í frétt frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.


Ný­af­staðinn könn­un­ar­leiðang­ar á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sýn­ir betra ástand stofns­ins en fyrri mæl­ing­ar bentu til, en gef­ur þó að mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ekki til­efni til að leggja til út­gáfu kvóta.

„Ljóst er að ástand loðnu­stofns­ins hef­ur verið slæmt um nokk­urt skeið og út­litið er ekki gott með til­liti til veiða í vet­ur. Þó er ekki rétt að af­skrifa mögu­leg­ar veiðar meðan leit er enn í gangi. Varðandi út­litið á næstu vertíð þá er það mun bjart­ara. Í ljósi mæl­inga á ung­loðnu síðastliðið haust hef­ur Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið lagt til veiðar á tæp­lega 170 þúsund tonn­um af loðnu á vertíðinni 2020/​2021. Sú ráðgjöf verður end­ur­skoðuð að lokn­um mæl­ing­um í sept­em­ber 2020,“ seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina