Samkeppnin fer harðnandi

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í Grindavík, segir íslenska vinnslu í …
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í Grindavík, segir íslenska vinnslu í harðri samkeppni við niðurgreidda vinnslu í Evrópu. mbl.is/RAX

Um 300 starfa hjá Þor­birni í Grinda­vík, þar af um 150 á sjó, og er fyr­ir­tækið fyr­ir­ferðar­mikið í heima­byggð. „Við ger­um út þrjá frysti­tog­ara og þrjú línu­skip. Reynd­ar vor­um við að fjár­festa í litlu troll­skipi frá Vest­manna­eyj­um og fáum hann núna í vor. Við erum ekki al­veg búin að ákveða hvernig því verður komið fyr­ir, við get­um ekki gert út öll þessi skip til lengd­ar og þurf­um að stokka upp í út­gerðarrekstr­in­um með vor­inu. Við keypt­um á síðasta ári frysti­tog­ara frá Græn­landi og núna er hann kom­inn í full­an rekst­ur hjá okk­ur með meiri af­köst en við vor­um með áður, þannig að við verðum að breyta til í tog­ar­a­rekstr­in­um,“ seg­ir Gunn­ar Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar.

Um tíma stóðu yfir viðræður milli Þor­bjarn­ar og Vís­is um sam­ein­ingu, en ekk­ert varð úr því. Spurður hvort eitt­hvert ákveðið atriði hafi orðið til þess að fallið var frá áformun­um, seg­ir Gunn­ar svo ekki vera. „Við náðum bara ekki sam­stöðu um það. Þessi fyr­ir­tæki passa mjög vel sam­an og eru í svipuðum verk­efn­um. Við erum búin að vinna mjög mikið sam­an í gegn­um tíðina og þó að okk­ur hafi ekki tek­ist að ná sam­an um sam­ein­ingu höf­um við áform um að auka sam­starf. Það sem við feng­um út úr þess­um viðræðum var að nú þekkj­um við bet­ur rekst­ur hvert ann­ars og jafn­vel bet­ur okk­ar eigið fyr­ir­tæki.“

Skipað var um 40 starfs­mönn­um fyr­ir­tækj­anna í viðræðuhópa og skiluðu þeir af sér margskon­ar til­lög­um um til­hög­un rekst­urs og tel­ur Gunn­ar sum­ar þeirra geta nýst þó að af sam­ein­ingu verði ekki. Hins veg­ar úti­lok­ar hann ekki að ein­hvern tím­ann í framtíðinni verði reynt á sam­ein­ingaviðræður á ný.

Þorsk­ur­inn stór

Er fram­kvæmda­stjór­inn er spurður um til­hög­un veiða í ljósi þess að tog­ur­um lands­ins hafi á tíma­bili gengið verr að ná þorski seg­ir hann fyr­ir­tækið hafa lagt áherslu á að frysti­tog­ar­arn­ir taki ýs­una, ufs­ann, karf­ann og aðrar teg­und­ir og að línu­skip­un­um sé beint yfir í þorskinn, löng­una og keil­una. „Þá höf­um við verið að elt­ast við stærri þorsk. Fisk­ur­inn hef­ur verið mjög stór und­an­far­in ár, miklu stærri held­ur en hann var fyr­ir um tíu árum.“

Línuskipið Tómas Þorvaldsson GK nær og Sighvatur GK sem Vísir …
Línu­skipið Tóm­as Þor­valds­son GK nær og Sig­hvat­ur GK sem Vís­ir ger­ir út við bryggju. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Það er óhjá­kvæmi­legt að velta því fyr­ir sér hvort stærri þorsk­stofn og stærri þorsk­ur teng­ist stöðu loðnu­stofns­ins, þó að lík­lega verði aldrei ein­hver ein skýr­ing í þeim efn­um. „Ég er einn af þeim sem hafa haft þá skoðun. Ég hef rætt þetta við sér­fræðinga í grein­inni, fiski­fræðinga, og þeir gera ekki mikið við þessa skoðun. En það hef­ur alltaf verið þannig ein­hvern veg­inn gagn­vart rækj­unni. Rækju­stofn­inn stækkaði þegar þorsk­stofn­inn minnkaði og núna þegar þorsk­stofn­inn hef­ur stækkað hef­ur rækju­stofn­inn minnkað. Þannig að manni finnst vera ein­hver teng­ing á milli.

En það var hérna mjög stór loðnu­stofn áður þó það væri stór þorsk­stofn. Ef við för­um aft­ur til ár­anna '81 eða '82 þegar loðnan hrundi síðast, þá var þorsk­stofn­inn mjög stór. Hann er í dag aðeins stærri held­ur en þá.“ full­yrðir Gunn­ar.

Skatt­ar skekkja sam­keppn­is­stöðu

Stærri þorsk­stofn get­ur hins veg­ar verið mik­ill kost­ur um þess­ar mund­ir eft­ir að verð á þorski hef­ur farið hækk­andi á mörkuðum und­an­far­in miss­eri. Gunn­ar tel­ur hins veg­ar ekki verðið hátt held­ur að verðið hafi verið of lágt og að um sé að ræða eðli­lega hækk­un.

„Þegar mik­il veiði var í Bar­ents­hafi lækkaði verð á þorski mjög mikið, allt of mikið. Hausaður og slægður fisk­ur frá Nor­egi dró verð niður, það var of­fram­boð. Þessi fisk­ur hríslaðist um alla markaði og það fóru all­ir að fram­leiða ódýr­ar vör­ur úr þess­um fiski. Þetta gerði grein­inni erfitt fyr­ir.“

„Núna síðustu miss­eri hef­ur verð verið að hækka. Bara á ár­inu 2018 hækkaði þessi fisk­ur um 40 til 45% og hækkaði aft­ur í fyrra. Aðrar afurðir hafa verið að hækka í kjöl­farið, en það er eng­in afurð búin að hækka eins mikið. Þannig að núna finnst mér verð á þorski orðið eðli­legt en aft­ur ámóti hafa neyt­enda­markaðirn­ir ekki al­veg samþykkt þetta enn þá. Von­andi tekst okk­ur að sann­færa alla um að það kost­ar að veiða þenn­an fisk og koma hon­um á markað.“

Einn þeirra kostnaðarliða út­gerða sem hef­ur hækkað á und­an­förn­um árum er op­in­ber­gjöld svo sem kol­efn­is­gjald sem hækkað hef­ur mjög mikið og seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn aukna skatt­heimtu hafa mik­il áhrif á rekstr­ar­skil­yrðin. „Hún hef­ur skekkt sam­keppn­is­hæfni okk­ar gagn­vart Norðmönn­um sem eru okk­ar helsti keppi­naut­ar á fisk­mörkuðunum. Norðmenn búa svo vel að þeir þurfa ekki að borga kol­efn­is­gjald, þeim tekst með klók­ind­um að fella það niður.“

„Þeir borga ekki veiðileyf­a­gjöld eins og við ger­um sem er mjög íþyngj­andi sér­stak­lega fyr­ir bol­fisk­vinnsl­una á Íslandi. Meiri­hluti allra veiðigjalda má rekja til bol­fisk­veiða og þegar menn tala um að veiðigjöld­in hafa lækkað, þá hafa þau lækkað vegna þess að af­kom­an á ár­inu sem veiðigjaldið er miðað við versnaði.“

ESB styrkti vinnsl­urn­ar

En það var ekki bara það að fisk­ur­inn úr Bar­ents­hafi hefði lækkað verðið að sögn Gunn­ars sem bend­ir á að Evr­ópu­sam­bandið hafi ráðstafað mikl­um fjár­mun­um í það að „byggja upp alls kon­ar vinnsl­ur úti um all­ar þorpa­grund­ir í Evr­ópu, bjóðandi styrki og vaxta­laus lán. Þetta hvatti menn til þess að byggja upp og núna standa þess­ar vinnsl­ur yfir fisk­mörkuðum okk­ar eins og hungraðir úlf­ar og rífa til sín allt sem þær geta náð í. Þetta ger­ir okk­ar vinnsl­um mjög erfitt fyr­ir því þær búa ekki við eins góð kjör.“

Hann seg­ir að á hinn bóg­inn hafi hugs­an­lega mynd­ast ein­hverj­ar tekj­ur fyr­ir Íslend­inga þegar Evr­ópu­sam­bandið hef­ur styrkt vinnsl­ur til tækja­kaupa þar sem ís­lensk fyr­ir­tæki hafi selt há­tækni­búnað til Evr­ópu. „Þeirra vinnsl­ur eru miklu bet­ur út­bún­ar en nokk­urn tím­ann okk­ar. Þeir vinna þetta held­ur ekki bara á virk­um dög­um, held­ur er unnið í vökt­um. Þannig eru þeir að fram­leiða miklu meira magn og geta gert þetta ódýr­ari en við get­um gert.“

Sala á tækni­búnaði í fisk­vinnslu er hins veg­ar ein­skipt­is viðskipti, að sögn Gunn­ars. „Við ætl­um að selja fiskaf­urðir inn á þenn­an markað á hverju ein­asta ári um ókom­in ár. Þannig að ég held að ráðamenn verði líka að horfa á það hvort þeir ætli að drepa þetta al­veg í dróma með skatt­lagn­ingu eða hvort þeir ætli að opna aug­un fyr­ir því að þetta get­ur ekki haldið svona áfram mikið leng­ur enda eru mörg fyr­ir­tæki sem hafa ein­göngu byggt á vinnslu sjáv­ar­af­urða að gef­ast upp.“

Und­ir­bún­ing­ur mik­il­væg­ur

Borið hef­ur á um­fjöll­un um Grinda­vík að und­an­förnu sök­um kviku­söfn­un­ar í ná­grenni bæj­ar­ins og til­heyr­andi jarðskjálft­um. Jafn­vel hef­ur verið rætt um að það kunni að koma til rým­ing­ar bæj­ar­ins og hef­ur Þor­björn gert áætlan­ir um hvernig fyr­ir­tækið mun bregðast við mögu­legri rým­ingu eða öðrum þátt­um sem geta haft áhrif á starf­semi Þor­bjarn­ar.

„Við reikn­um ekki með að þetta hafi mik­il áhrif á veiðarn­ar sjálf­ar, en ef illa færi gæti það haft áhrif á hvar við get­um landað og jafn­vel hvar við get­um unnið afl­ann. Í dag erum við með þrjár vinnsl­ur, tvær vinnsl­ur hérna í Grinda­vík og eina í Vog­um á Vatns­leysu­strönd. Hérna í Grinda­vík höf­um við verið að vinna úr þorsk-, löngu- og keilu­afl­an­um og í Vog­un­um auka­af­urðir. En ann­ar afli, fisk­ur­inn af línu­skip­un­um, hef­ur farið á markaðinn. Frysti­tog­ar­arn­ir hafa bara full­unnið sín­ar afurðir úti á sjó og landa bara beint í gám til út­flutn­ings.“

Vísir er með umfangsmikla starfsemi í Grindavík.
Vís­ir er með um­fangs­mikla starf­semi í Grinda­vík. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Spurn­ing­in er; get­um við unnið afl­ann í Grinda­vík? Ef við get­um ekki unnið hann hérna gæt­um við hugs­an­lega unnið eitt­hvað í Vog­un­um, aukið vinnsl­una þar. Það sem við réðum ekki við mynd­um við setja á fisk­markað, en þá hef­ur maður mest­ar áhyggj­ur af starfs­fólk­inu sem vinn­ur hjá okk­ur í vinnsl­unni. Ef við mynd­um ekki geta unnið afl­ann þyrft­um við ekki allt þetta fólk. Starfs­fólkið býr allt í Grinda­vík og það þyrfti þá að flytj­ast líka.“

Hann kveðst þó mæta ástand­inu með miklu jafnaðargeði „en ég tek samt und­ir það að við þurf­um að vera viðbún­ir því að flytja ef í harðbakk­ann slær.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: