Gátu byggt á langri hefð nýsköpunar og rannsókna

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, segir brýnt að hafa heildarmarkmið sem …
Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, segir brýnt að hafa heildarmarkmið sem allir vilja ná. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er freist­andi að skoða vel­gengni Íslenska sjáv­ar­klas­ans og þykja eins og ár­ang­ur verk­efn­is­ins hafi frá upp­hafi verið sjálf­gef­inn; auðvitað hlyti það að leysa úr læðingi bylt­ingu í ný­sköp­un að safna hópi frum­kvöðla og fyr­ir­tækja á einn stað, í húsi sem helgað er því að finna áhuga­verð tæki­færi tengd sjáv­ar­út­vegi. Auðvitað hlytu áhuga­verðar sam­ræður að spinn­ast í kaffikrón­um, nýj­ar hug­mynd­ir að kvikna og verða að verðmæt­um nýj­um vör­um á ör­skots­stundu. Þegar horft er um öxl virðist það hrein­lega hafa verið óhjá­kvæmi­legt að á stað eins og Sjáv­ar- klas­an­um ger­ist galdr­ar þar sem tveir plús tveir verða fimm.

En undra­verður ár­ang­ur Íslenska sjáv­ar­klas­ans kom alls ekki af sjálfu sér. Vanda þurfti til verka, beina starf­inu inn­an klas­ans í rétt­an far­veg, og með mark­viss­um hætti skapa um­gjörð sem myndi hvetja fólk til dáða og virkja alla þá krafta sem hægt var að nýta bæði inn­an og utan klas­ans.

Þór Sig­fús­son er stofn­andi Íslenska sjáv­ar­klas­ans og eru núna liðin átta ár frá því fyrstu ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­in komu sér fyr­ir í húsi klas­ans í gömlu Bakka­skemm­unni við Grandag­arð. Húsið sem eitt sinn var hafn­ar­skemma, svo kæligeymsla, fisk­markaður, og flottrolla­verk­stæði, iðar í dag af lífi og er heim­ili um 70 fyr­ir­tækja sem fram­leiða allt frá snyrti­vör­um og heilsu­drykkj­um yfir í hug­búnað og fisk­eldis­tæki.

Áhugi úr öll­um átt­um

Í nýrri bók sem Þór hef­ur skrifað rek­ur hann sögu Íslenska sjáv­ar­klas­ans og fer í saum­ana á þeim áskor­un­um sem þurfti að tak­ast á við. Útkom­an er rit sem bæði er for­vitni­leg sagn­fræðileg heim­ild en líka gagn­leg hand­bók um far­sælt klasastarf. Bók­in heit­ir The New Fish Wave og er gef­in út af Leete‘s Is­land Books í Banda­ríkj­un­um. Þór seg­ir að með rit­inu sé hann m.a. að bregðast við þeim mikla fjölda fyr­ir­spurna sem Íslenska sjáv­ar­klas­an­um ber­ast frá fólki í öll­um heims­hlut­um sem lang­ar að beita sömu nálg­un til að örva ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og tengd­um grein­um.

En hvað er það sem þarf? Hverju má þakka ár­ang­ur­inn? Þór seg­ir að það hafi haft mikla þýðingu að ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi var þegar kom­in nokkuð vel á veg á Íslandi og hefð fyr­ir at­hafna­semi, sköp­un­ar- og til­raunagleði í grein­inni. „Þegar Sjáv­ar- klas­inn kem­ur til sög­unn­ar get­um við byggt á ára­tuga­löngu starfi í átt að full­vinnslu afurða, og ára­tuga­löng­um rann­sókn­um á ís­lensku sjáv­ar­fangi. Með þetta vega­nesti átt­um við auðveld­ara með að setja okk­ur í stell­ing­ar til að gera enn bet­ur, enda búið að ryðja braut­ina.“

En ef braut­in hafði þegar verið rudd, þá má segja að Þór og fé­lag­ar hafi mætt á staðinn með mal­bik­un­ar­vél og búið til hraðbraut. Mátti greina, fljót­lega eft­ir stofn­un Sjáv­ar­klas­ans árið 2011, að starf­sem­in þar var tek­in að breyta viðhorfi sam­fé­lags­ins til sjáv­ar­út­vegs­ins og um leið lækka þrösk­uld­inn fyr­ir fólk með góðar hug­mynd­ir að láta þá þær reyna og setja sprota­fyr­ir­tæki á lagg­irn­ar. Þór minn­ist þess að þegar hann var að fara af stað hafi marg­ir haft á orði við hann að það væri kannski betra að beina kröft­un­um í ný­sköp­un í öðrum at­vinnu­grein­um, enda færi vægi sjáv­ar­út­vegs minnk­andi á meðan aðrir geir­ar væru í örum vexti. „Ég man eft­ir fundi sem ég tók þátt í með stofn­end­um um 50 ný­sköp­un­ar- fyr­ir­tækja og sprot­um í byrj­un árs 2011. Þar bað ég gesti um að rétta upp hönd ef þeir hefðu hug­mynd­ir sem tengd­ust haf­inu og sjáv­ar­út­veg­in­um – en eng­in ein­asta hönd fór á loft. Þessu vildi ég breyta,“ seg­ir hann.

Áhrif­in meiri en flest­ir héldu

Meðal fyrstu verk­efna Þórs var kort­leggja bet­ur þjóðhags­leg áhrif sjáv­ar­út­vegs­ins í sam­starfi við dr. Ragn­ar Árna­son hag­fræðipró­fess­or. „Þegar aðeins var horft til veiðanna sjálfra leit út fyr­ir að grein­in færi smám sam­an dalandi, en allt önn­ur mynd kom í ljós þegar sjáv­ar­hag- kerfið var skoðað í heild sinni, og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­in og stoðþjón­ust­an tek­in með. Blasti þá við að bæði var mik­il­vægi grein­ar­inn­ar mun meira en flest­ir höfðu áttað sig á og sjáv­ar­tengd starf­semi í örum vexti.“

Þess­ar staðreynd­ir gat Sjáv­ar­klas­inn kynnt fyr­ir allri þjóðinni, og sam­hliða því beint kast­ljós­inu að hverju áhuga­verðu ný­sköp­un­ar­verk­efn­inu á fæt­ur öðru. Lærði Þór snemma að það væri lyk­il­atriði í ár­ang­urs­ríku klasa­starfi að geta reglu­lega bent á nýja sigra og fram­far­ir og hafa frum­kvöðlarn­ir hjá Sjáv­ar­klas­an­um m.a. verið reglu­leg­ir gest­ir á síðum Morg­un­blaðsins þar sem þau segja frá mergjuðum upp­finn­ing­um, nýj­um vör­um, fram­förum í hönn­un tækja og tóla, eða dýr­mæt­um viðskipta­tæki­fær­um inn­an seil­ing­ar fyr­ir grein­ina. Með þessu tókst að auka meðbyr­inn jafnt og þétt, og fá fleira hug­mynda- og hæfi­leika­ríkt fólk til að skoða bet­ur tæki­færi tengd ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi.

Þá seg­ir Þór að það hafi verið ómet­an­legt fyr­ir Íslenska sjáv­ar­klas­ann að rót­gró­in fyr­ir­tæki í grein­inni og leiðtog­ar at­vinnu­lífs­ins fylktu sér á bak við starf­sem­ina og voru boðin og búin að vera sprota­fyr­ir­tækj­un­um inn­an hand­ar. Há­skóla- og vís­inda­sam­fé­lagið tók Sjáv­ar­klas­an­um líka opn­um örm­um og var það oft inn­an há­skól­anna að góðum hug­mynd­um var ungað út sem svo urðu að fyr­ir­tækj­um inn­an Sjáv­ar­klas­ans. „Annað lyk­il­atriði í ár­angr­in­um und­an­far­in átta ár er vax­andi fram­boð sam­keppn­is­sjóða sem bæði hafa auðveldað fjár­mögn­un ný­sköp­un­ar­verk­efna en líka hvatt fólk og fyr­ir­tæki til að vinna sam­an,“ seg­ir Þór.

Loks rann það fljót­lega upp fyr­ir stjórn­end­um Sjáv­ar­klas­ans að það efldi starfið ef all­ir gætu stefnt að sam­eig­in­legu mark­miði. „Eins mikið og það styrk­ir og efl­ir fyr­ir­tæk­in í klas­an­um að vinna reglu­lega stóra og smáa sigra á sínu sviði þá er líka brýnt að hafa heild­ar­mark­mið sem all­ir vilja ná. Í okk­ar til­viki varð það rauður þráður í öllu starfi Sjáv­ar­klas­ans að vinna jafnt og þétt að því að full­nýta afl­ann, und­ir yf­ir­skrift­inni 100% fisk­ur.“

Vöxt­ur og út­rás held­ur áfram

Ævin­týrið virðist vera rétt að byrja og nú þegar Sjáv­ar­klas­inn hef­ur breitt svo mikið úr sér að fyll­ir alla Bakka­skemm­una er Þór far­inn að leiða hug­ann að því að koma upp svipaðri starf­semi ann­ars staðar á land­inu.

„Okk­ur ber­ast beiðnir frá hinum ýmsu lönd­um Evr­ópu, Suður-Am­er­íku og vita­skuld Banda­ríkj­un­um, þar sem at­hafna­sömu fólki er mjög í mun að koma í heim­sókn til okk­ar að kynna sér starf­sem­ina svo þau geti sett eitt­hvað svipað á lagg­irn­ar á sín­um heima­markaði. Von­um við að ís­lenska sjáv­ar­kla­samód­elið, og þessi hug­mynda­fræði sem við höf­um starfað eft­ir, muni verða til þess að um all­an heim veðri tek­in skref í þá átt að nýta auðlind­ir hafs­ins bet­ur, og af meiri virðingu fyr­ir nátt­úr- unni,“ seg­ir Þór. „Með því skap­ast líka tæki­færi til að byggja upp alþjóðlegt tengslanet, ekki aðeins til að greiða leið ís­lenskra fyr­ir­tækja út í heim, held­ur líka til að auðvelda okk­ur að læra af öðrum þjóðum og efla okk­ur á þeim sviðum þar sem aðrir eru miklu fær­ari.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: