Hafa sent sjö tonn af plasti í endurvinnslu

Flokkun á plasti í fiskiðjuverinu Norðurgarði hefur eflst til muna.
Flokkun á plasti í fiskiðjuverinu Norðurgarði hefur eflst til muna. Ljósmynd/Brim

Á síðasta ári féllu til um 43 tonn af plasti hjá Brimi. Þar af var 19 tonn­um af meðal ann­ars einnota fatnaði, lituðum plast­umbúðum og mjöl­pok­um fargað þar sem eng­inn end­ur­vinnslufar­veg­ur var til fyr­ir það, seg­ir í svari Torfa Þor­steins­son­ar, for­stöðumanns sam­fé­lag­stengsla hjá Brimi, við fyr­ir­spurn blaðamanns um um­fang ný­gerðs samn­ings fyr­ir­tæk­is­ins við Pure North Recycl­ing í Hvera­gerði um end­ur­vinnslu á plasti.

Hann seg­ir því um mik­inn ávinn­ing að ræða og að með sam­starf­inu við Pure North „opn­ast mögu­leiki á að end­ur­vinna þetta plast á vist­væn­an hátt, sem ann­ars hefði farið í urðun. Megnið af þess­um 19 tonn­um mun fara í end­ur­vinnslu í framtíðinni. Það verður því nán­ast allt plast sem fell­ur til hjá Brimi end­urunnið.“

Fé­lagið er þegar farið að senda fyrstu gám­ana til end­ur­vinnslu hjá Pure North Recycl­ing og var fyrsti gám­ur­inn með 4,5 tonn af hörðu plasti og ann­ar gám­ur­inn með 2,5 tonn af einnota plast­fatnaði úr vinnsl­unni ásamt öðrum plast­umbúðum, að sögn Torfa.

„Brim lít­ur á úr­gang sem flokkaður er til end­ur­vinnslu sem hrá­efni í aðra vinnslu,“ seg­ir Torfi og bend­ir á að tek­ist hafi að auka það magn úr­gangs sem fer í end­ur­vinnslu á und­an­förn­um árum. Árið 2016 var hlut­fallið sem fór í end­ur­vinnslu 56% en hlut­fallið var 76% árið 2019.

Öflug skrán­ing

Ljóst er að sorp­flokk­un fyr­ir­tækja er að tækni­væðast og er það ekki síður til­fellið hjá Brim þar sem notaðir eru snjall­gám­ar. „All­ur úr­gang­ur, sem fer í hann, er skráður á þá deild þar sem hann á upp­runa sinn. Gám­ur­inn er með vog sem skil­ar upp­lýs­ing­um um magn úr­gangs. Allt end­ur­vinnslu­hrá­efni er flokkað eft­ir skil­greindu flokk­un­ar­kerfi. Hver end­ur­vinnslu­flokk­ur er vigtaður með „snjall­vog“ og merkt­ur með úr­vinnslu­leið,“ út­skýr­ir Torfi.

Upp­lýs­ing­arn­ar úr kerf­inu fara í gagna­grunn og hef­ur verið komið fyr­ir skjá­um sem gera starfs­mönn­um kleift að fylgj­ast með flokk­un­inni.

Höfuðstöðvar Brims.
Höfuðstöðvar Brims. mbl.is/​Hari
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: