Funda um strandbúnað í fjórða sinn

Ráðstefnan Strandbúnaður var vel sótt árið 2019 að sögn skipuleggjenda.
Ráðstefnan Strandbúnaður var vel sótt árið 2019 að sögn skipuleggjenda. Ljósmynd/Strandbúnaður

„Þetta er ráðstefna eld­is og rækt­un­ar­greina á Íslandi. Menn hitt­ast einu sinni á ári og fara yfir það nýj­asta og það sem skipt­ir mestu máli í þess­um grein­um. Í fyrra var til dæm­is lögð áhersla á áfram­vinnslu á laxi og annað slíkt sem gæti verið mögu­legt með mik­illi tækni þó að við séum með hæstu laun í heimi,“ seg­ir Gunn­ar Þórðar­son, formaður Strand­búnaðar, um ráðstefnu fé­lags­ins sem hald­in verður á Grand hót­eli í Reykja­vík 19. og 20. mars.

„Þessi ráðstefna núna er að horfa til þró­un­ar byggða í tengsl­um við strand­búnað.“ Er þetta fjórða árið sem ráðstefn­an er hald­in og fer áhugi á henni vax­andi, að sögn Gunn­ars. „Það var tölu­vert betri aðsókn í fyrra held­ur en hef­ur verið, þannig að hún fer mjög vax­andi. Það er held­ur ekk­ert óeðli­legt þar sem verðmæt­in í eld­inu voru 25 millj­arðar, þannig að þetta er orðin stór at­vinnu­grein.“

Meðal ann­ars verður fjallað sér­stak­lega um áhrif lax­eld­is á byggðaþróun og sam­fé­lag á Vest­fjörðum og seg­ir Gunn­ar lax­eldið hafa haft gríðarleg áhrif. „Jafn­vel meiri þar en á Aust­fjörðum því þar hafa þeir stóriðju og fisk­inn, en þetta skipt­ir öllu máli fyr­ir Vest­f­irði. Þar erum við að skoða þessi áhrif og höf­um er­indi um það.“ Hann seg­ir einnig geta verið frek­ari vaxt­ar­skil­yrði fyr­ir grein­ina í lands­hlut­an­um enda standi til að birta í þess­um mánuði áhættumat fyr­ir Ísa­fjarðar­djúp og „þá geta menn farið að bú­ast við að þetta fari að hafa meiri áhrif á norðan­verðum Vest­fjörðum.“

Gunnar Þórðarson, formaður Strandbúnaðar.
Gunn­ar Þórðar­son, formaður Strand­búnaðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann seg­ir frá því að einnig verði fjallað um skeldýra­rækt og vax­andi land­eldi í bleikju. Hins veg­ar er ljóst að lax­eldið er fyr­ir­ferðar­mik­ill þátt­ur í grein­inni og er bú­ist við því að ný skýrsla um lax­eldi á Íslandi verði birt á ráðstefn­unni. „Auðvitað skipt­ir lax­eldi miklu máli því þeir eru með lang­mesta verðmætið af þess­um eld­is- og rækt­un­ar­grein­um. Og það er ósk okk­ar að þeir komi meira að þess­ari ráðstefnu í framtíðinni og láti hana sig meira varða. Það er alltaf gott að hitt­ast og heyra og sjá það nýj­asta sem er að ger­ast.“

Læra af Norðmönn­um

Margt er hægt að læra af Norðmönn­um enda hafa þeir viðamikla reynslu af lax­eldi, að sögn for­manns­ins. „Við erum einnig að ræða ís­lenskt eldi í alþjóðlegu sam­hengi, hvað geta Íslend­ing­ar lært til dæm­is af Norðmönn­um. Við fáum Norðmann til þess að segja okk­ur frá stefnu Norðmanna í lax­eldi framtíðar­inn­ar, áskor­an­ir þar og stefnu­mót­un. Norðmenn fram­leiða 1,3 millj­ón­ir tonna á ári og hef­ur þetta staðið í stað í nokk­ur ár en þeir stefna á fimm millj­ón­ir tonna og það er laxal­ús­in sem hef­ur haldið aft­ur af þeim,“ út­skýr­ir Gunn­ar.

Hann tel­ur góð vaxt­ar­skil­yrði fyr­ir grein­ina á Íslandi. „Þetta eru ein­hver 30 þúsund tonn sem fram­leidd eru og ég held að við get­um al­veg bú­ist við að fara upp í 90 þúsund tonn sem er sama magn og Fær­ey­ing­ar fram­leiða og erum við að tala um 100 millj­arða út­flutn­ings­verðmæti. Ég tel þetta al­veg raun­hæft inn­an skamms tíma.“

Ljós­mynd/​Strand­búnaður

Spurður hvort þurfi að fara í frek­ari stefnu­mót­un af hálfu stjórn­valda hvað eld­is­grein­ina varðar seg­ir hann svo ekki vera þar sem búið er að marka stefnu og samþykkja breytta lög­gjöf um fisk­eldi. „Það virðast all­ir jafn ósátt­ir við lög­in, sem seg­ir manni kannski að þetta hafi verið þokka­leg niðurstaða,“ seg­ir Gunn­ar og hlær. „Þetta þarf auðvitað að vera í sátt við nátt­úr­una en þjóðina líka.“

Fjöldi tæki­færa

„Ég held að menn átti sig ekki á hvað þetta er stór og mik­il­væg at­vinnu­grein. Okk­ur hef­ur tek­ist vel til í sjáv­ar­út­veg­in­um, en þar fækk­ar fólk­inu með tækni­væðingu. Það sem er það góða við þessa at­vinnu­grein er að hún borg­ar há laun. Í Nor­egi er þetta sú grein sem borg­ar þriðju hæstu laun­in í norsku at­vinnu­lífi, þetta borg­ar mun betri laun en sjáv­ar­út­veg­ur og fisk­vinnsla.

Það eru allskon­ar tæki­færi sem tengj­ast þessu, til dæm­is í allskon­ar hliðarþjón­ustu. Það er köf­un­arþjón­usta sem vex og dafn­ar, netaþvott­ur, viðhald á net­um, flutn­ing­ar og ýms­ar at­vinnu­grein­ar sem eru í kring­um þetta. Við erum að tala um að í dag á Bíldu­dal eru um 15 bíl­ar á dag að fara með lax,“ svar­ar Gunn­ar spurður um framtíðar­tæki­fær­in.

Á ráðstefn­unni í fyrra var lögð sér­stök áhersla á áfram­vinnslu afurða hér á landi og verður það einnig rætt í ár. „Þó að það væru ekki nema 10 þúsund tonn sem myndu verða flökuð. Nú er kom­in tækni til þess að flaka strax eft­ir slátrun, til dæm­is með búnað frá Mar­el og Völku þar sem beinag­arður­inn er bara skor­inn úr. Þá get­um við skorið lax­inn eft­ir því sem markaður­inn vill, eins og við höf­um gert með þorskinn – það er al­gjört krafta­verk sem okk­ur hef­ur tek­ist að gera þar.“

Þá verður einnig á ráðstefn­unni mál­stofa um leyf­is­veit­ing­ar hins op­in­bera og mun verða rætt um marg­vís­lega þætti sem koma að þess­um lið, þar á meðal skipu­lag strand­veiða, málsmeðferð stjórn­sýsl­unn­ar og hvernig haldið sé á leyf­is­veit­ing­um í Nor­egi. Jafn­framt verður kynnt viðhorf at­vinnu­grein­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna til leyf­is­veit­ing­anna og ferli þeirra. „Það er nú ein­mitt meðal mark­miða ráðstefn­unn­ar að upp­lýsa um þessa þætti,“ seg­ir formaður­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: