Listamaðurinn Kanye West kann svo sannarlega að koma eiginkonu sinni, Kim Kardashian West á óvart. Á Valentínusardaginn bauð hann henni í rómantíska ferð til Cabo San Lucas í Mexíkó.
Kardashian West birti myndir af ótrúlega fallegu útsýni á Instagram á laugardag. Cabo San Lucas er á syðsta hluta Baja California-skagans sem er eins konar framlenging á Kaliforníu en þó í Mexíkó.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem West kemur eiginkonu sinni á óvart á Valentínusardaginn en í fyrra fékk hann saxófónleikarann Kenny G til að spila á heimili þeirra. Kardashian West deildi þá myndbandi af Kenny G á heimili þeirra sem var fyllt af hvítum, bleikum og rauðum rósum.