Bezos heitir 10 milljörðum í loftslagsmál

Bezos segir að upphæðin verði notuð til þess að fjármagna …
Bezos segir að upphæðin verði notuð til þess að fjármagna starf vísindamanna, aðgerðasinna og annarra hópa. AFP

Millj­arðamær­ing­ur­inn Jeff Bezos, stofn­andi og eig­andi Amazon og rík­asti maður heims, hef­ur heitið 10 millj­örðum Banda­ríkja­dala til bar­átt­unn­ar gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Upp­hæðina er erfitt að gera sér í hug­ar­lund, en hún jafn­gild­ir rúm­lega einni bill­jón ís­lenskra króna, það er þúsund millj­örðum, eða millj­ón millj­ón­um.

Bezos seg­ir að upp­hæðin verði notuð til þess að fjár­magna starf vís­inda­manna, aðgerðasinna og annarra hópa. „Ég vil vinna með öðrum að því að auka þekkt­ar leiðir og kanna nýj­ar leiðir til þess að berj­ast gegn hrika­leg­um af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga,“ skrif­ar Bezos.

Hann hyggst stofna Jarðarsjóð Bezos og ætl­ar sér að hefja út­hlut­un úr sjóðnum í sum­ar.

Nem­ur 8% af auðæfum rík­asta manns heims

Jeff Bezos er eins og áður seg­ir rík­asti maður heims og er eigið fé hans metið á um 130 millj­arða Banda­ríkja­dala. Um­rædd styrk­veit­ing til lofts­lags­mála nem­ur því um 8% af auðæfum Bezos og hafa marg­ir hvatt hann til þess að gera enn bet­ur.

View this post on In­sta­gram

Today, I’m thril­led to announce I am launching the Bezos Earth Fund.⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ Clima­te change is the big­gest threat to our pla­net. I want to work alongsi­de ot­h­ers both to amplify known ways and to explore new ways of fig­ht­ing the dev­astating impact of clima­te change on this pla­net we all share. This global initiati­ve will fund scient­ists, acti­vists, NGOs — any effort that of­fers a real possi­bility to help preser­ve and protect the natural world. We can save Earth. It’s go­ing to take col­lecti­ve acti­on from big comp­anies, small comp­anies, nati­on states, global org­an­izati­ons, and indi­viduals. ⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ I’m comm­itt­ing $10 bill­i­on to start and will beg­in issu­ing grants this sum­mer. Earth is the one thing we all have in comm­on — let’s protect it, toget­her.⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ - Jeff

A post shared by Jeff Bezos (@jeff­bezos) on Feb 17, 2020 at 10:00am PST

mbl.is