Frumkvöðull í danstónlist kvaddur

Fáir listamenn hafa haft jafn mikil áhrif á raftónlist og …
Fáir listamenn hafa haft jafn mikil áhrif á raftónlist og Andrew Weatherall. Ljósmynd/Rottersgolfclub.com

Í gær og í dag hafa tón­list­ar­unn­end­ur hér og er­lend­is minnst enska upp­töku­stjór­ans, plötu­snúðar­ins og tón­list­ar­manns­ins Andy We­atherall sem lést í gær­morg­un eft­ir að hafa fengið stíflu í lungna­slagæðum 56 ára gam­all. Á tí­unda ára­tugn­um þegar ný teg­und af raf­magnaðri tónlist ruddi sér til rúms var hann einn helsti far­ar­stjór­inn, sér í lagi fyr­ir vinnu sína með bresku sveit­inni Primal Scream. 

We­atherall var upp­stöku­stjóri á plöt­unni Screama­delica sem olli straum­hvörf­um þegar hún kom út árið 1991. Plat­an varð gríðarlega vin­sæl og varð til þess að rave-menn­ing­in komst í meg­in­straum­inn, ekki síst hér á landi þar sem tengsl­in við tón­list­ar­jaðar­inn í London voru mik­il og We­atherall kom nokkr­um sinn­um hingað til lands til að spila. 

We­atherall var ann­álaður fyr­ir skop­skyn sitt og lýsti ófeim­inn skoðunum sín­um á hljóm­sveit­um og tón­list­ar­mönn­um sem hann virt­ist hafa haft lítið álit á og sagði „al­mennt sárs­auka­fullt að um­gang­ast,“ mús­í­kant­ar hefðu viðkvæm egó með há­leit­ar hug­mynd­ir um tónlist sína. Þetta kom í það minnsta fram í viðtali við Al­ex­is Petridis hjá The Guar­di­an.

Primal Scream, sem eru á leið til lands­ins á Secret Solstice í sum­ar, hafi þó borið gæfu til að treysta hon­um full­komn­lega við gerð Screama­delicu. Lagið Loa­ded er jafn­an talið hápunkt­ur plöt­unn­ar og We­atherall talaði um að hafa ekki ekki haft hug­mynd um hverj­ar regl­urn­ar væru í upp­töku­stjórn og þess vegna hafi hann brotið þær óaf­vit­andi. 

We­atherall tók ótal snún­inga á lista­manna­ferli sín­um. Gaf út tónlist und­ir mörg­um mis­mun­andi nöfn­um og freistaðist aldrei til þess að fara auðveldu leiðirn­ar í sókn eft­ir fé eða frama.

Upp­töku­stjór­ar eða plötu­snúðar geta verið frek­ar óljós hug­tök. Auðvitað get­ur hver sem er sett plötu á fón­inn og kallað sig plötu­snúð. Þegar kem­ur að end­ur­hljóðblönd­un­um vand­ast málið og þar eru fræg­ustu nöfn­in sem skemmta í enda­laus­um partý­um á sól­ar­strönd­un­um ekki alltaf sterk­ast­ir á svell­inu. Þá þarf að ímynda sér tón­list­ina upp á nýtt, sjá fyr­ir hvernig er hægt að búa til nýj­ar lend­ur sem eng­inn hef­ur numið áður. Þar eru þau­læfðir tón­list­ar­menn held­ur ekki alltaf besti kost­ur­inn.

Í stutt­mynd­inni hér að neðan er skyggnst inn í heim We­atheralls sem hafði af­burða þekk­ingu á tónlist og list­um en hann nam við lista­skóla á sín­um yngri árum og stefndi upp­haf­lega að eiga fer­il í mynd­list.

mbl.is