Smáhesturinn Friðrik fór í sitt fyrsta flug á dögunum og stóð sig með prýði. Friðrik litli er þjálfaður þjónustuhestur og fylgdi eiganda sínum Ronicu Froese í flug frá Grand Rapids í Michican til Ontario í Kaliforníu.
„Ég er búin að eyða heilu ári í að þjálfa þennan hest og var búin undir allt,“ sagði Froese í viðtali við Fox 17.
„Ég keypti tvö sæti á fyrsta farrými fyrir okkur, ég borgað handlegg og fótlegg fyrir þessa miða en ég gerði það því þetta var í fyrsta skipti sem Friðrik fór í flugvél og ég vildi að hann hefði það notalegt, ég vildi að hann hefði nóg pláss,“ sagði Froese.
Á Facebook-síðu Friðriks má sjá mynd af honum og Froese í vélinni þar sem Friðrik hvílir snoppuna í fangi Froese.
Hundar og kettir eru reglulegir farþegar í flugvélum í Bandaríkjunum. Smáhestar eru einnig leyfðir sem aðstoðardýr um borð en þær reglur eru til endurskoðunar. Þetta gæti því hafa verið síðasta flugferð Friðriks.