„Engir sjómenn eru sviknir um greiðslur“

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, vísar ásökunum um að sjómenn fyrirtækisins …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, vísar ásökunum um að sjómenn fyrirtækisins séu hlunnfarnir til föðurhúsanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„For­svars­menn sjó­manna Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafa farið fram með aug­lýs­ing­ar og dylgjað um það í fjöl­miðlum að fyr­ir­tæk­in geri hlut­ina eins og þeim sýn­ist. Slíku vísa ég til föður­hús­anna í til­felli Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Mál­flutn­ing­ur eins og þessi er eng­um til fram­drátt­ar og allra síst til þess fall­inn að bæta sam­skipti út­gerða og sjó­manna,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í pistli sem birt­ur hef­ur verið á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Vís­ar hann með orðum sín­um til umræðu um verðlagn­ingu á upp­sjáv­ar­fiski þar sem tefld­ar hafa verið fram grun­semd­ir um að út­gerðarfyr­ir­tæki hlunn­fari sjó­menn með því að að selja eig­in dótt­ur­fé­lög­um afurðir á und­ir­verði.

„Ýmsir máls­met­andi menn hafa látið að því liggja að ís­lensk fyr­ir­tæki stundi óheiðarleg viðskipti og séu hrein­lega að svindla og stela af þjóðinni. Síld­ar­vinnsl­an í Nes­kaupstað stund­ar ekki neitt slíkt,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Gunnþór seg­ir í pistli sín­um slík­ar „gróu­sög­ur“ eigi ekki við Síld­ar­vinnsl­una og séu ekki í sam­ræmi við þau gögn sem fyr­ir liggja og birt­ir hann upp­lýs­ing­ar um hrá­efn­is­verð og hlut sjó­manna. „Síld­ar­vinnsl­an leit­ast ætíð eft­ir því að selja afurðir á hæsta mögu­lega verði, skila afrakstr­in­um heim og af­set­ur eng­an hagnað í fé­lög­um á er­lendri grundu, enda ekki tengd nein­um fé­lög­um þar.“

Sam­kvæmt gild­andi sam­komu­lagi

Gunnþór bend­ir á að hrá­efn­is­verð á Íslandi sé myndað sam­kvæmt sam­komu­lagi milli fyr­ir­tækja og áhafna og að það tek­ur mið af verðmæti afurðanna sem fram­leidd­ar eru hverju sinni. Þá fái Verðlags­stofa sölu­samn­inga og for­send­ur verðlagn­ing­ar til yf­ir­ferðar og hef­ur aldrei verið gerð at­huga­semd við upp­gjör Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Mismunur á samningsverði og greiddu verði Síldarvinnslan
Mis­mun­ur á samn­ings­verði og greiddu verði Síld­ar­vinnsl­an Skjá­skot/​svn.is

Þá sé miðað við að 33% af skila­verði til mann­eld­is­vinnslu fer til skips og 55% af skila­verði til mjöl- og lýs­is­vinnslu. Birt er í pistl­in­um yf­ir­lit yfir hlut­fall hrá­efn­is­verðs sem greitt er til sjó­manna og sýn­ir það að verðið sem er for­senda greiðslna til sjó­manna hafi á síðustu sex árum verið yfir því sem kveðið er á um í gild­andi sam­komu­lagi, að sögn Gunnþórs. „Eng­ir sjó­menn eru svikn­ir um greiðslur sam­kvæmt þessu kerfi sem sam­komu­lag er um, enda skila verðmæt­in sér í greiðslum fyr­ir þeirra störf.“

„Það er sjálfsagt að hafa allt uppi á borðum og ræða hlut­ina op­in­skátt og jafn­vel bein­skeytt. En við verðum að láta staðreynd­ir tala sínu máli í stað þess að hafa uppi ósann­gjarn­ar og á stund­um ófyr­ir­leitn­ar upp­hróp­an­ir. Ég vil vinna að sátt með sam­tali, sam­fé­lag­inu okk­ar til hags­bóta,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is