ISI kaupir Elba fyrir 611 milljónir

Bjarni Ármannsson, forstjóri ISI, segir kaupin styrkja stöðu fyrirtækisins í …
Bjarni Ármannsson, forstjóri ISI, segir kaupin styrkja stöðu fyrirtækisins í Suður-Evrópu.

Iceland Seafood International (ISI) hefur gengið frá kaupum á á Elba Seafood ehf., eignarhaldsfélagi Elba S.L. á Spáni en samningar um kaupin voru undirritaðir 13. nóvember, að því er segir í fréttatilkynningu frá ISI. Þá segir að stjórn ISI mun í framhaldinu taka við stjórn Elba sem selur um 2.200 tonn af afurðum á ári og rekur starfsstöð í Barselóna á Spáni.

Kaupverðið er 4,4 milljónir evra, jafnvirði um 611 milljóna íslenskra króna, og er helmingurinn greiddur með reiðufé en hinn helmingurinn með nýjum hlutum í ISI.

„Elba styrkir stöðu okkar á S-Evrópumarkaði enn frekar og gerir okkur kleift að nýta okkar sölu og framleiðslugetu enn betur en í dag. Á sama tíma fáum við sterka framleiðendur í sölukerfi félagsins, þar sem núverandi eigendur Elba, GPG Seafood og IceMar munu eignast um 1,2% eignarhlut í Iceland Seafood,“ er haft eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra ISI, í tilkynningunni.

mbl.is