ISI kaupir Elba fyrir 611 milljónir

Bjarni Ármannsson, forstjóri ISI, segir kaupin styrkja stöðu fyrirtækisins í …
Bjarni Ármannsson, forstjóri ISI, segir kaupin styrkja stöðu fyrirtækisins í Suður-Evrópu.

Ice­land Sea­food In­ternati­onal (ISI) hef­ur gengið frá kaup­um á á Elba Sea­food ehf., eign­ar­halds­fé­lagi Elba S.L. á Spáni en samn­ing­ar um kaup­in voru und­ir­ritaðir 13. nóv­em­ber, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ISI. Þá seg­ir að stjórn ISI mun í fram­hald­inu taka við stjórn Elba sem sel­ur um 2.200 tonn af afurðum á ári og rek­ur starfs­stöð í Bar­sel­óna á Spáni.

Kaup­verðið er 4,4 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði um 611 millj­óna ís­lenskra króna, og er helm­ing­ur­inn greidd­ur með reiðufé en hinn helm­ing­ur­inn með nýj­um hlut­um í ISI.

„Elba styrk­ir stöðu okk­ar á S-Evr­ópu­markaði enn frek­ar og ger­ir okk­ur kleift að nýta okk­ar sölu og fram­leiðslu­getu enn bet­ur en í dag. Á sama tíma fáum við sterka fram­leiðend­ur í sölu­kerfi fé­lags­ins, þar sem nú­ver­andi eig­end­ur Elba, GPG Sea­food og IceM­ar munu eign­ast um 1,2% eign­ar­hlut í Ice­land Sea­food,“ er haft eft­ir Bjarna Ármanns­syni, for­stjóra ISI, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is