Vonbrigði, en brýnt að vakta loðnu áfram

Loðnuveiðar.
Loðnuveiðar. mbl.is/RAX

Fyrstu niðurstöður í loðnumælingum Hafrannsóknastofnunar og fimm veiðiskipa í vikunni hafa dregið úr líkum á ráðgjöf um að heimila loðnuveiðar. Reyndar hefur minna mælst en í leiðangri í byrjun mánaðarins.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að verði þetta endanleg niðurstaða séu það vonbrigði. Mikilvægt sé hins vegar að skipulögð vöktun verði áfram á loðnunni út febrúar og fram eftir marsmánuði, það sé ábyrgðarhluti að hætta núna og fylgjast ekki með framvindunni.

Gunnþór segir að menn hljóti að þurfa og vilja afla þekkingar á því hvort breyting hafi orðið í göngumynstri loðnunnar, hversu mikið skili sér til hrygningar og hvort stofninn sé orðinn svona lítill.

„Menn mega ekki gleyma því, þótt líkur á vertíð minnki eftir því sem líður á, að þá gerðist það oft fyrr á árum að 30-50 skip leituðu loðnunnar í röðum án þessa að finna nokkuð. Því var haldið til hafnar, en allt í einu gaus loðnan upp og skipin gátu byrjað að veiða. Það var þétt siglt og vel farið yfir svæðið í leiðangrinum núna, en það er ekki í fyrsta skipti sem menn sigla þétt,“ segir Gunnþór í umfjöllun um loðnuleitina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: