Vonbrigði, en brýnt að vakta loðnu áfram

Loðnuveiðar.
Loðnuveiðar. mbl.is/RAX

Fyrstu niður­stöður í loðnu­mæl­ing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og fimm veiðiskipa í vik­unni hafa dregið úr lík­um á ráðgjöf um að heim­ila loðnu­veiðar. Reynd­ar hef­ur minna mælst en í leiðangri í byrj­un mánaðar­ins.

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, seg­ir að verði þetta end­an­leg niðurstaða séu það von­brigði. Mik­il­vægt sé hins veg­ar að skipu­lögð vökt­un verði áfram á loðnunni út fe­brú­ar og fram eft­ir mars­mánuði, það sé ábyrgðar­hluti að hætta núna og fylgj­ast ekki með fram­vind­unni.

Gunnþór seg­ir að menn hljóti að þurfa og vilja afla þekk­ing­ar á því hvort breyt­ing hafi orðið í göngu­mynstri loðnunn­ar, hversu mikið skili sér til hrygn­ing­ar og hvort stofn­inn sé orðinn svona lít­ill.

„Menn mega ekki gleyma því, þótt lík­ur á vertíð minnki eft­ir því sem líður á, að þá gerðist það oft fyrr á árum að 30-50 skip leituðu loðnunn­ar í röðum án þessa að finna nokkuð. Því var haldið til hafn­ar, en allt í einu gaus loðnan upp og skip­in gátu byrjað að veiða. Það var þétt siglt og vel farið yfir svæðið í leiðangr­in­um núna, en það er ekki í fyrsta skipti sem menn sigla þétt,“ seg­ir Gunnþór í um­fjöll­un um loðnu­leit­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: