Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tónlistarmaður, er búinn að finna ástina. Sú heppna heitir Ástríður Jósefína Ólafsdóttir og er myndlistarmaður.
Parið býr saman í Vesturbæ Reykjavíkur og hafa sést mikið saman á göngu um miðbæinn að undanförnu.
Eyþór hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum en ætli Todmobile og Tappi tíkarass séu ekki hvað þekktastar. Svo fór hann út í tæknibransann áður en hann fór í borgarstjórn eftir síðustu kosningar.
Ástríður er alin upp á Ítalíu og málar ákaflega fallegar myndir en hægt er að skoða þær á Instagram-síðu hennar hér fyrir neðan:
View this post on InstagramA post shared by Astridur Olafsdottir (@astridurart) on Feb 21, 2020 at 3:59am PST