Kevin, hvað gerðist?

Kevin Parker við gerð Currents-plötunnar frá árinu 2015.
Kevin Parker við gerð Currents-plötunnar frá árinu 2015. Skjáskot

Ástr­alski sýruprins­inn Kevin Par­ker sendi frá sér á dög­un­um sína fjórðu hljóðvers­plötu und­ir nafn­inu Tame Impala. Í sta­f­rænni ver­öld þar sem bók­staf­lega allt fram streym­ir er frek­ar fátítt að beðið sé með eft­ir­vænt­ingu eft­ir plöt­um en það var til­fellið með The Slow Rush.

Fyr­ir tæp­um níu árum benti ég les­end­um papp­írsút­gáf­unn­ar af mbl.is á fyrstu plötu Tame Impala í nokkr­um máls­grein­um þar sem niður­lagið var: 

Ein af þeim frá­bæru plöt­um sem komu út í fyrra án þess að mikið væri með hana látið var plat­an Inner­spea­ker með áströlsku sýrurokk­ur­un­um í Tame Impala. Á plöt­unni er að finna vel sam­in mel­ó­dísk lög skreytt smekk­leg­um spila­köfl­um. Útkom­an hljóm­ar svo­lítið eins og sýrutrippið hans Johns Lennons hafi aldrei klár­ast. Allt er svo hljóðblandað af snill­ingn­um Dave Fridmann (Flam­ing Lips, Mercury Rev o.fl.). Skot­held plata.“ 

Síðan þá hef ég fylgst með Par­ker og sveit­inni verða að einu stærsta nafn­inu í indí-popp­rokk sen­unni. Hápunkt­in­um var lík­lega náð með ópusn­um „Let it happ­en“ af Cur­rents (2015). Tæp­lega átta mín­út­ur af framúr­stefnu­legri poppsnilld sem er á valdi afar fárra að full­komna. Smell­irn­ir eru auðvitað fleiri „The Less I Know The Better“ af sömu plötu, „Elephant“ og „Feels Like We Only Go Backw­ards“ af Loner­ism (2012) hafa rakað inn streymun­um og vafa­laust tryggt væna sjóði fyr­ir erf­ingja Par­kers.   

Hæfi­leik­arn­ir eru mikl­ir en hann leik­ur á öll hljóðfæri sjálf­ur inn á Tame Impala-plöt­urn­ar og þar er margt frá­bær­lega gert en mel­ó­dísk­ur bassa­leik­ur­inn er í mín­um bók­um það sem helst stend­ur upp úr. Par­ker er fædd­ur árið 1986 og var því um þrítugt þegar hann var al­mennt álit­inn eitt helsta popp­séní sinn­ar kyn­slóðar. Því fylgdu lang­dval­ir í Los Ang­eles þar sem hann býr hluta árs og misáhug­verð sam­starfs­verk­efni með popp­ur­um á borð við Lady Gaga og Mark Ronson.

Í mynd­skeiðinu hér fyr­ir neðan má sjá Par­ker að störf­um við upp­tök­urn­ar á Cur­rents. Al­vöru­séní þarna á ferð. Það hringl­ar reglu­lega í klök­un­um í drykkn­um hjá hon­um en það virðist ekki hafa komið að sök við gerð plöt­unn­ar sem er ein sú besta sem gef­in var út á ára­tugn­um.

Hvort Kali­forn­íudvöl­in hafi haft áhrif á sköp­un­ar­ferlið er erfitt að spá í en fimm ára meðgöngu­tími er ansi vel í lagt. Eng­inn nær að leysa popp­jöfn­una á þess­um skala án þess að vera full­komn­un­ar­sinni og það virðist hafa leitt Par­ker út á hálan ís þegar hann byrjaði að breyta „Bor­derl­ine“, fyrsta lag­inu sem heyrðist af nýju plöt­unni, eft­ir að það kom fyrst út. Lagið var gefið út snemma á síðasta ári en er í breyttri út­gáfu á plöt­unni. Í viðtali um ákvörðun­ina seg­ir Par­ker að hann hafi m.a. fallið á tíma við gerð þess sem er nátt­úru­lega ein leið til að koma of­hugs­un í orð.

Hvort það hafi eitt­hvað gera með viðtök­urn­ar á lag­inu er erfitt að segja til um annað en það að plötu­fyr­ir­tækið hef­ur ef­laust gert meiri vænt­ing­ar til gulldrengs­ins. Það sem ég las var frek­ar hóf­leg hrifn­ing fólks þótt auðvitað hafi marg­ir verið ánægðir. Sjálf­um fannst mér og finnst það enn al­ger hörm­ung. Sál­ar­laus flat­neskja sem hljóm­ar eins og hún sé sam­in á vind­sæng... eða að þráður­inn hafi tap­ast á strönd­inni.

View this post on In­sta­gram

Eventually terri­ble memories turn into great ones

A post shared by Tame Impala (@tameimpala) on Jan 12, 2020 at 8:58pm PST

Eft­ir nokk­ur rennsli á The Slow Rush virðist það því miður vera raun­in. Frek­ar tilþrifa­lít­il en um­fram annað köld og fjar­læg plata þar sem fáir sprett­ir jafn­ast á við fyrri verk. Text­inn í „It Mig­ht Be Time“ er nokkuð lýs­andi: 

„It mig­ht be time to face it. It ain't as fun as it used to be. You ain't as young as you used to be. It mig­ht be time to face it. You ain't as cool as you used to be.“

Þetta er al­vöruótti, og ég sem hélt að það væri búið að fresta hefðbundn­um sál­ar­krepp­um miðaldra manna til fimm­tugs!? Auðvitað ger­ist það að frá­bær­ir mús­í­kant­ar gera vonda tónlist og að sjálf­sögðu fyr­ir­gefst okk­ar manni, von­andi læt­ur hann mig samt ekki bíða í fimm ár eft­ir því næst.     


    

mbl.is