Neyðarútgangur í vél Pakistan International Airlines opnaðist við lendingu í Sukkur í Pakistan í gær. Vélin kom til Sukkur frá Islamabad. Enginn slasaðist og komust allir heilir á húfi frá borði.
Hurðin brotnaði af hjörunum og í myndbandi á YouTube má sjá hvar hurðin er opin á meðan vélin keyrir um völlinn eftir lendingu.
„Farþegi lyfti óvart handfanginu við lendingu sem olli því að hurðin opnaðist. Við höfum hafið rannsókn á tildrögum slyssins,“ sagði talsmaður flugfélagsins.
Emergency door of #PK631 got broken today, the moment it touched base #Sukkur #Airport. Had it happened few seconds before it landed, we would have become the past & our names would have written in one of those who lost their #lives during plane crashes.
— Fahmida Iqbal Khan (@FahmidaIqbal) February 23, 2020
Please stop flying #ATR pic.twitter.com/TFUamNO0s3
Baráttukonan Fahmida Iqbal Khan var um borð í vélinni og tísti um atvikið stuttu eftir að það varð. „Hefði þetta gerst nokkrum sekúndum áður en við lentum, hefðum við orðið að fortíð og nöfn okkar á meðal þeirra sem týndu lífi sínu í flugslysi,“ skrifaði Khan á Twitter.