Þéttar loðnutorfur við Papey

Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar.
Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar. mbl.is/Þorgeir

Þétt­ar og all­stór­ar loðnutorf­ur voru mæld­ar á af­mörkuðu svæði suður og suðvest­ur af Papey á sunnu­dag­inn. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að unnið sé að úr­vinnslu gagna og reikn­ar með að þeirri vinnu ljúki í kvöld eða á morg­un. „Við þurf­um að átta okk­ur á því hversu mikið magn er þarna á ferðinni og hvort þetta er viðbót við það sem áður hef­ur verið mælt en við get­um spáð í fram­haldið,“ sagði Birk­ir.

Það voru skip­verj­ar á Bjarna Ólafs­syni AK, sem urðu var­ir við torf­urn­ar á laug­ar­dag­inn. Í kjöl­farið var ákveðið að Börk­ur NK, Há­kon EA og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq færu til mæl­inga og var farið yfir svæðið á sunnu­dag sam­kvæmt leit­ar­lín­um frá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Í loðnu­mæl­ing­um rann­sókn­ar­skips­ins Árna Friðriks­son­ar og fimm upp­sjáv­ar­veiðiskipa í síðustu viku mæld­ist minna af hrygn­ing­ar­loðnu sam­kvæmt fyrstu út­reikn­ing­um held­ur en í mæl­ingu í byrj­un fe­brú­ar. Í frétt frá Haf­rann­sókna­stofn­un síðasta föstu­dag kom fram að hverf­andi lík­ur væru á að niðurstaðan breytt­ist veru­lega hér eft­ir.

„Þetta voru flott­ar lóðning­ar hérna vest­ur af Papey,“ seg­ir Hálf­dán Hálf­dáns­son, skip­stjóri á Berki NK, um loðnu­mæl­ing­una á sunnu­dag­inn í sam­tali við Eyja­f­rétt­ir í dag. „Ég geri mér enga grein fyr­ir því hvort þetta er nóg magn til að gefa til­efni til ein­hverr­ar bjart­sýni. Svo vit­um við ekk­ert hvort þetta er eitt­hvað sem er búið að mæla áður.“

mbl.is