Hagnaður Iceland Seafood 1,3 milljarðar

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst ánægður með rekstrarniðurstöðu félagsins.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst ánægður með rekstrarniðurstöðu félagsins. Haraldur Jónasson/Hari

Hagnaður sjáv­ar­af­urðafyr­ir­tæk­is­ins Ice­land Sea­food In­ternati­onal nam níu millj­ón­um evra, eða tæp­lega 1,3 millj­örðum ís­lenskra króna, á síðasta ári eft­ir skatta og fyr­ir ein­skipt­isliði, en var 5,7 millj­ón­ir evra árið 2018, og jókst þannig um 58% milli ára. Að teknu til­liti til ein­skipt­isliða upp á 2,9 millj­ón­ir evra eft­ir skatta nam hagnaður­inn 853 millj­ón­um króna.

Ein­skipt­isliðirn­ir sem um ræðir eru breyt­ing­ar á stjórn­endat­eymi móður­fé­lags og starf­semi á Spáni, end­ur­skipu­lagn­ing á Spáni vegna yf­ir­töku á Icelandic Iber­ia og Ice­land Sea­food Spain, kostnaður vegna skrán­ing­ar á hluta­bréfa­markað og end­ur­skipu­lagn­ing fé­lags­ins á Íslandi og í Bretlandi.

Eign­ir fé­lags­ins juk­ust á síðasta ári um rúm átta pró­sent. Þær námu í lok árs 2019 209,5 millj­ón­um evra, eða 29,3 millj­örðum króna, en voru 194 millj­ón­ir evra í lok árs 2018.

Eigið fé fé­lags­ins nam í lok síðasta árs rúm­lega 80 millj­ón­um evra, eða 11,2 millj­örðum króna, og jókst um­tals­vert milli ára, eða um rúm­lega 35%. Það var rúm­lega 59 millj­ón­ir evra í lok árs 2018. Eig­in­fjár­hlut­fall Ice­land Sea­food var 38,3% í lok árs 2019, en 30.6% í lok 2018.

Ánægja með niður­stöðuna

Bjarni Ármanns­son, for­stjóri fé­lags­ins, seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins til kaup­hall­ar að ánægja sé með niður­stöðu árs­ins, enda hafi af­kom­an verið í takt við áætlan­ir.

Eins og seg­ir í til­kynn­ing­unni stefn­ir fé­lagið á að skila 20 millj­ón­um evra í árs­hagnað fyr­ir skatta á næstu 3-5 árum, en því ætl­ar fé­lagið m.a. að ná fram með bættri sam­legð við dótt­ur­fyr­ir­tæk­in á Spáni.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: