Tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar til umræðu

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, var einn frummælendanna og sagði …
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, var einn frummælendanna og sagði hann það vera gerður mörgum greiði ef eignarhald Síldarvinnslunar væri skýrt betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um gagn­sæi í sjáv­ar­út­vegi í Sjó­minja­safn­inu í dag urðu orðaskipti um það hvort Síld­ar­vinnsl­an og Sam­herji væru tengd­ir aðilar og þannig með afla­heim­ild­ir um­fram lög­bundið há­mark.

„Fyr­ir­tæki sem ég stýri hef­ur komið til umræðu hvað varðar kvótaþak. Eign­ar­hald þess og stjórn­un hef­ur verið skoðað oft­ar en einu sinni af op­in­ber­um aðilum og ávallt komið sama niðurstaðan. Enda er eng­inn einn aðili með yf­ir­ráð yfir því fé­lagi. Í fimm manna stjórn er stærsti hlut­hafi með einn stjórn­ar­mann,“ sagði Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í ræðu sinni.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eft­ir­litið tak­markað

Vék Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, í ræðu sinni einnig að eign­ar­haldi Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Sagði hann það rétt að tengsl fyr­ir­tækj­anna tveggja hafi verið margskoðað. „En í Sam­herja­skjöl­un­um sem Wiki­leaks birti í fyrra kom fram að fyrr­ver­andi for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar hjá Sam­herja höfðu verið að kynna Síld­ar­vinnsl­una sem upp­sjáv­ar­hluta Sam­herja á fund­um er­lend­is á ár­un­um 2011 og 2012.“

Þá væri ljóst að tals­verðar brota­lam­ir væri í eft­ir­liti með tengd­um aðilum, að sögn Þórðar. „Úttekt Rík­is­end­ur­skoðunar á Fiski­stofu sem skilað var fyr­ir rúmu ári síðan sýndi að eft­ir­lit með því hvort yf­ir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deild­um tengdra aðila sé sam­kvæmt lög­um er í mol­um.“

Fjöldi fundargesta sátu fundinn í dag.
Fjöldi fund­ar­gesta sátu fund­inn í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Benti hann á að ef Síld­ar­vinnsl­an og Sam­herji væru skil­greind­ir sem tengd­ir aðilar væri sam­an­lögð afla­hlut­deild fyr­ir­tækj­anna yfir 16%. „Sem er langt yfir lög­bundnu há­marki. […] Það væri mörg­um mik­ill greiði gerður ef þetta yrði skýrt al­menni­lega.“

Sam­mála um aukna upp­lýs­inga­gjöf, að hluta til

Einnig var rætt hver kost­ur þess kunni að vera ef fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi væru með sam­bæri­lega upp­lýs­inga­skyldu og fyr­ir­tæki sem skráð eru í Kaup­höll Íslands. Sagði Gunnþór mik­il­vægt að ræða hvaða þætti upp­lýs­inga­skyld­unn­ar fyr­ir­tæki í grein­inni ættu að til­einka sér og nefndi meðal ann­ars birt­ingu upp­gjörs árs­fjórðungs­lega, lista yfir 20 stærstu hlut­hafa, lista yfir tengda aðila, upp­lýs­ing­ar um góða stjórn­un­ar­hætti og ófjár­hags­leg­ar upp­lýs­ing­ar.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri ÍSlandsbanka.
Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri ÍSlands­banka. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, kvaðst telja að dreifðara eign­ar­hald út­gerðarfyr­ir­tækja til þess fallið að skapa grund­völl fyr­ir auknu gagn­sæi og þannig væru fleiri hags­munaðilar. Ein leið til þess að ná því mark­miði væri að skrá fleiri út­gerðarfé­lög á hluta­bréfa­markað.

Hún sagði eitt af þeim vanda­mál­um sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn virðist glíma við er að hann er feim­inn við að segja frá því sem vel er gert inn­an grein­ar­inn­ar vegna þess hve nei­kvæð viðbrögðin eru.

Þórður var sam­mála því að slík upp­lýs­inga­skylda væri að hinu góða en sagðist telja að ít­ar­legri kröf­ur ætti að gera til út­gerðarfé­laga þar sem um væri að ræða fyr­ir­tæki sem nýta nátt­úru­auðlind­ir í sam­eig­in­legri eigu þjóðar.

„Í op­in­ber­um reikn­ing­um út­gerðarfyr­ir­tækja ætti að koma fram hvernig út­flutn­ingi er háttað, hversu stórt hluti afla er flutt­ur úr landi óunn­inn og hversu stór­um hluta fyr­ir­tæki selja sölu­fé­lög­um sem þau eiga sjálf,“ sagði Þórður

Bætti hann við að einnig ætti í op­in­ber­um reikn­ing­um út­gerðarfyr­ir­tækj­anna að „vera gerð skil­merki­lega gera grein fyr­ir allri starf­semi sam­stæðunn­ar þannig að ekki sé nokk­ur vafi um það hver raun­veru­leg fram­kvæmda­stjórn hverr­ar ein­ing­ar sé og þar af­leiðandi skatt­skylda viðkom­andi sam­stæðu. Það ætti líka að vera gert grein fyr­ir hvar í virðiskeðjunni hagnaður­inn er tek­inn út, hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum lönd­um. Hvert er skatt­spor hvers fyr­ir­tæk­is í hverju landi fyr­ir sig.“

Háð tak­mörk­un­um

Hafði Gunnþór lýst því í ræðu sinni að upp­lýs­inga­gjöf og gagn­sæi yrði alltaf ein­hverj­um tak­mörk­un­um háð vegna viðskipta­hags­muna fyr­ir­tækja sem eru í sam­keppni á alþjóðleg­um mörkuðum. Sagði hann hins veg­ar vissu­lega til­efni til þess að skoða hvort hægt yrði að gera til að mynda upp­lýs­ing­ar frá Verðlags­stofu aðgengi­legri.

Benti hann hins veg­ar á að  gríðarlegt magn af upp­lýs­ing­um eru þegar aðgengi­leg­ar og vísaði meðal ann­ars til þess að upp­lýs­ing­ar um lönd­un, vigt­un, viðskipti með kvóta, eig­end­ur afla­heim­ilda og út­gef­in leyfi séu að finna á net­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina