Grásleppuveiðar leyfðar í 25 daga

Grásleppu landað á Árskógssandi.
Grásleppu landað á Árskógssandi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um grá­sleppu­veiðar árið 2020.

Reglu­gerðin heim­il­ar veiðar í 25 daga á hvert veiðileyfi en daga­fjöld­inn verður end­ur­skoðaður í ljósi ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem vænta má fyr­ir 1. apríl. Þá mega veiðar hefjast fyrr en verið hef­ur eða 10. mars.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu að meðafli spen­dýra og fugla hafi um nokk­urt skeið verið vanda­mál við veiðar á grá­sleppu og sé meðal ann­ars helsta ástæða þess að veiðarn­ar misstu vott­un MSC árið 2018. Þar komi einkum til um­tals­verður meðafli sjó­fugla auk land­sels og út­sels, sem eru á vál­ista Nátt­úru­fræðistofn­un­ar um teg­und­ir sem eiga und­ir högg að sækja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: