Grásleppuveiðar leyfðar í 25 daga

Grásleppu landað á Árskógssandi.
Grásleppu landað á Árskógssandi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um grásleppuveiðar árið 2020.

Reglugerðin heimilar veiðar í 25 daga á hvert veiðileyfi en dagafjöldinn verður endurskoðaður í ljósi ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar sem vænta má fyrir 1. apríl. Þá mega veiðar hefjast fyrr en verið hefur eða 10. mars.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að meðafli spendýra og fugla hafi um nokkurt skeið verið vandamál við veiðar á grásleppu og sé meðal annars helsta ástæða þess að veiðarnar misstu vottun MSC árið 2018. Þar komi einkum til umtalsverður meðafli sjófugla auk landsels og útsels, sem eru á válista Náttúrufræðistofnunar um tegundir sem eiga undir högg að sækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: