„Þetta reyndi mest á andlegu hliðina“

Kristján Birkisson, háseti á Blængi NK, segir bræluna hafa haft …
Kristján Birkisson, háseti á Blængi NK, segir bræluna hafa haft áhrif á andlegu hliðina og að vinnan hafi orðið erfiðari fyrir vikið. Ljósmynd/Kristján Birkisson

Veðurfarið hef­ur verið erfitt fyr­ir sjó­menn að und­an­förnu og tókst Kristjáni Birk­is­syni, há­seta á Blængi NK, að ná mynd­um af áhöfn­inni að störf­um á síðasta túr.

„Við vor­um að klára mánaðartúr og það sem ein­kenndi túr­inn var ekk­ert annað en bræla. Skíta­veður all­an tím­ann,“ seg­ir Kristján í sam­tali við 200 míl­ur en skipið kom til hafn­ar í Nes­kaupstað á sunnu­dag.

Ljós­mynd/​Kristján Birk­is­son

Hann seg­ir stöðugan flótta hafa verið und­an veðri. „Hvar sem við veidd­um, þar var aðeins meira logn en ann­ar staðar og ef við vor­um ekki að kasta var það bara út af veðri. Þetta reyndi mest á and­legu hliðina. Þegar er svona skíta­veður all­an tím­ann þá verður öll vinna erfiðari og lík­am­inn verður þreytt­ari. Maður er marga daga frá fjöl­skyld­unni og hver klukku­stund er leng­ur að líða þegar þetta er svona til lengd­ar.“

Þá hafi verið gott að geta sinnt áhuga­mál­inu (ljós­mynd­un) þegar tæki­færi gafst, að sögn Kristjáns sem seg­ir það taka á að vinna við svona aðstæður. „Þetta er ekki fyr­ir alla. Við erum að græja okk­ur upp í flot­vesti, hjálm og stíg­vél með stáltá. Hvert augna­blik skipt­ir máli þarna úti þegar þetta er svona. Það er bara ör­yggið sem er eitt, tvö og þrjú. Ef þú ert ekki með ör­yggið 100% þá veit maður ekki hvort þetta sé manns síðasta.“

Öldurnar gusuðu yfir áhöfnina.
Öld­urn­ar gusuðu yfir áhöfn­ina. Ljós­mynd/​Kristján Birk­is­son
Ljós­mynd/​Kristján Birk­is­son
Ljós­mynd/​Kristján Birk­is­son



mbl.is