Gætum tekið forystu í prótein-nýsköpun

Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, segir að útflytjendur …
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, segir að útflytjendur þurfi að hampa þeirri staðreynd að íslenskur fiskur er villtur, náttúrulegur próteingjafi; gúrme-vara í hæsta gæðaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á kom­andi árum og ára­tug­um munu ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir þurfa að glíma við æ harðari sam­keppni úr öll­um átt­um. Helstu sam­keppn­islönd saxa jafnt og þétt á tækni- og gæðafor­skot Íslands og fram­boð eld­is­fisks eykst ár frá ári. Þá hafa orðið örar fram­far­ir í fram­leiðslu gervi­fisks sem gerður er úr plöntu­hrá­efni og ekki ósenni­legt að áður en þessi ára­tug­ur er á enda muni neyt­end­ur geta fundið, í hill­um stór­markaða, fisk­bita sem ræktaðir voru á til­rauna­stof­um.

Ingi Björn Sig­urðsson, fjár­fest­inga­stjóri hjá Ný­sköp­un­ar­sjóði at­vinnu­lífs­ins, seg­ir brýnt að grein­in átti sig á þess­ari þróun og leiti leiða til að aðgreina ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir frá þeim vör­um sem eiga eft­ir að keppa um hylli neyt­enda. „Við þurf­um að fá sem gleggsta sýn af því hvernig ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur á að líta út eft­ir tíu ár og í hverju sérstaða ís­lensks sjáv­ar­fangs verður fólg­in.“

Villtur fiskur, dreginn úr sjó, þarf í framtíðinni að keppa …
Villt­ur fisk­ur, dreg­inn úr sjó, þarf í framtíðinni að keppa við bæði eld­is­fisk, frumu­ræktaðan fisk og gervi­fisk gerðan úr plönt­um. Sérstaða ís­lensks fisks má ekki fara milli mála. AFP

Að mati Inga Björns er lík­legt að út­flytj­end­ur þurfi að hampa þeirri staðreynd að ís­lensk­ur fisk­ur er villt­ur, nátt­úru­leg­ur prótein­gjafi; gúrme-vara í hæsta gæðaflokki. „Eft­ir því sem sam­keppni frá fisk­eldi og plöntu­fiski fer vax­andi verður æ minna vit í því að selja ís­lensk­an fisk sem hrávöru. Það er t.d. senni­legt að fisknagg­ar framtíðar­inn­ar verði gerðir úr plöntu­prótein­um frek­ar en villt­um fiski.“

Eng­inn fisk­ur verður í fisk­borg­ur­um framtíðar­inn­ar

Ingi Björn minn­ist sam­tals sem hann átti fyr­ir skemmstu við starfs­bróður sinn hjá Horzi­on Vent­ur­es, sem er stærsti fjár­fest­inga­sjóður Asíu og leiðandi í fjár­fest­ing­um í plöntu­af­urðum: „Blasti við hon­um að kjöt og fisk­ur munu ekki geta keppt við plöntu­kjöt, plöntu­fisk og til­rauna­stofu­prótein þegar kem­ur að verkuðum mat­væl­um eins og ham­borg­ur­um eða fisknögg­um. Villt, hreint og nátt­úru­legt prótein mun áfram eiga er­indi við markaðinn, en þá frek­ar sem sæl­kera­fæða,“ seg­ir Ingi og bæt­ir við að á sum­um stöðum sé þessi þróun mjög langt kom­in. „Þannig sló það mig í ný­legri ferð til Svíþjóðar að hjá sænsku ham­borg­ara­keðjunni Max Burgers sýndu viðskipta­vin­ir plöntu­borg­ur­um meiri áhuga en kjöt­borg­ur­um.“

Öflugt og út­hugsað markaðsstarf þyrfti að vega mun þyngra, að sögn Inga Björns, enda vand­séð að hægt sé að auka út­flutn­ings­tekj­ur hefðbund­inna fisk­veiða með öðrum hætti. „Það eru blik­ur á lofti og við sjá­um að á markaðssvæðum eins og Portúgal og Spáni var áður hægt að fá mjög gott verð fyr­ir ís­lensk­an salt­fisk enda sú vara sem neyt­end­um þótti bera af.

Smám sam­an hef­ur þetta sterka orðspor gefið eft­ir, og greini­legt að vönduð markaðssetn­ing skipt­ir máli við sölu á fiski. Spurn­ing­in er hvort að tekst að standa rétt að markaðsstarf­inu, og hvort að út­flutn­ings­verðmæti ís­lenskra sjáv­ar­af­urða verði þá nær 250 millj­örðum króna eða 300 millj­örðum að tíu árum liðnum. Eina leiðin til þess að auka út­flutn­ings­verðmætið er að bæta í þegar kem­ur að markaðsetn­ingu enda erum við ekki að fara að veiða meira magn í ná­inni framtíð.“

Prótein­bylt­ing að bresta á

Ingi Björn seg­ir líka rétt að at­huga að hvaða marki ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur geti tekið þátt í prótein­bylt­ingu kom­andi ára­tuga. Frek­ar en að líta á græn­met­is­fisk, fisk­eldi, eða frumu­ræktaðan fisk sem óvin gæti grein­in tekið virk­an þátt í ný­sköp­un­inni. „Það er ekki spurn­ing að ýmis tæki­færi, og já­kvæð sam­legðaráhrif, fel­ast í því að geta boðið upp á ís­lensk hnakka­stykki ann­ars veg­ar og fisk úr plöntu­hrá­efni hins veg­ar, inn­an sömu virðiskeðjunn­ar.

Í því sam­bandi er gott að muna að í þeim græn­met­is­fiski sem fram­leidd­ur er í dag er fisk­bragðið fengið með prótein­um úr al­vöru fiski, og grund­vall­ast þró­un­in á vönduðum vís­inda­leg­um rann­sókn­um. Við búum að því að eiga vís­inda­fólk á heims­mæli­kv­arða hjá stofn­un­um eins og Matís og gæt­um byggt á ára­tuga­löng­um rann­sókn­um. Hingað til hef­ur ekk­ert land tekið for­ustu í þess­um geira, það tæki­færi er opið fyr­ir okk­ur.“

Ekki nóg með það held­ur gætu aðstæður á Íslandi reynst mjög hent­ug­ar fyr­ir prótein-ný­sköp­un. „Það svið sem mér þykir hvað for­vitni­leg­ast er rækt­un próteins með ör­ver­um. Er um að ræða fram­leiðslu sem bygg­ist um­fram allt á efna­fræði, og not­ar sem hrá­efni vatn, orku og kolt­ví­sýr­ing. Eft­ir að hafa svip­ast um sýn­ist mér að hvergi í heim­in­um eigi þannig fram­leiðsla bet­ur heima en hjá ís­lensk­um jarðvarma­virkj­un­um og væri t.d. hægt að brugga þar prótein sem hefði í reynd nei­kvætt kol­efn­is­spor.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: