Leikarinn Ben Affleck virðist ekki vera hræddur við ferðalög þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar um heiminn. Hann sást í síðustu viku á Kúbu að njóta lífsins með mótleikkonu sinni Önu de Armas sem er einmitt frá Karíbahafseyjunni.
Affleck og de Armas leika saman í kvikmyndinni Deep Water sem frumsýnd verður í nóvember næstkomandi. Í kvikmyndinni leika þau hjón en sögusagnir hafa verið á kreiki um að í raunveruleikanum séu þau meira en bara samstarfsfélagar.
Ana de Armas & Ben Affleck take pictures with fans in Havana, Cuba. pic.twitter.com/ys8V6k5IwE
— Ana de Armas Updates (@ArmasUpdates) March 6, 2020
Myndir af þeim Affleck og de Armas fóru á flug um netið um helgina þar sem þau skoðuðu höfuðborg Kúbu, Havana, saman.
Þau sáust einnig á flugvellinum í Kosta Ríka í síðustu viku en þau gætu hafa millilent þar eða ákveðið að skoða landið betur.
View this post on InstagramMarch 7, 2020 | #AnaDeArmas and #BenAffleck at Costa Rica airport. (© @acityexplored)
A post shared by Vanessa, Ana & Eiza Daily (@myfavsdaily) on Mar 8, 2020 at 10:29am PDT
📸 • Ana hoje (5) no restaurante "La Corte del Principe" em Cuba com Ben Affleck. pic.twitter.com/33uP8aIa3U
— Ana de Armas Brasil (@dearmasbr) March 5, 2020