„Þurfum að fara eins fljótt og hægt er“

Kap VE á loðnumiðum. Mynd úr safni.
Kap VE á loðnumiðum. Mynd úr safni.

„Við þurf­um að fara eins fljótt og hægt er. Það er ekki eft­ir neinu að bíða,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur og leiðang­urs­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, en ákveðið hef­ur verið að senda loðnu­skipið Kap VE til loðnu­leit­ar og rann­sókna. Verður leiðang­ur­inn sá fjórði í vet­ur.

„Reynt verður að skoða fram­vindu hrygn­ing­ar­göng­unn­ar og hrygn­ing­ar­inn­ar fyr­ir sunn­an og vest­an. Einnig erum við að spá í að skoða hvað er að ger­ast úti fyr­ir Norður­landi,“ seg­ir Birk­ir.

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sagði í Morg­un­blaðinu í gær að víða hafi frést af loðnu, m.a. á Stranda­grunni og í Þistil­f­irði.

mbl.is