Endurnýjun smærri báta hafin

Matthías Sveinsson, eigandi Víkingbáta ehf., segir mikla tækninýjunga nú vera …
Matthías Sveinsson, eigandi Víkingbáta ehf., segir mikla tækninýjunga nú vera í plastbátunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útgerðarfé­lög­in GPG Sea­food og Siglu­nes hafa ný­verið und­ir­ritað samn­inga við Vík­ing­báta ehf. um smíði á tveim­ur 30 brútt­ót­onna bát­um sem eru um 13,8 metr­ar að lengd. „Svo eru fleiri þreif­ing­ar í gangi, en við stefn­um á að smíða þrjá til fjóra svona báta,“ seg­ir Matth­ías Sveins­son, eig­andi Vík­ing­báta. Hann bæt­ir við að einn 21 tonns bát­ur hafi verið af­hent­ur síðastliðið sum­ar, Mar­grét GK-33. „Ég get ekki bet­ur séð en að hún sé með afla­mestu bát­um í þess­um 20 til 30 tonna flokki í síðasti mánuði.“

Matth­ías seg­ir end­ur­nýj­un flot­ans í króka­afla­marks­kerf­inu fara nú af stað í kjöl­far þess að fyr­ir því urðu hag­stæð skil­yrði. Slíkt hafi þegar átt sér stað hvað varðar stærri fiski­skip og hafa á und­an­förn­um árum verið smíðuð upp­sjáv­ar­skip, ís­fisk­tog­ar­ar og smærri tog­ar­ar og hef­ur öll þessi smíði verið fjár­fest­ing upp á millj­arða króna.

Margrét GK-33 var meðal aflamestu bátum í sínum stærðarflokki.
Mar­grét GK-33 var meðal afla­mestu bát­um í sín­um stærðarflokki. Aðsend

Skil­yrðin fyr­ir smíði nýrra báta sköpuðust fyrst 2013 þegar stærðarmörk báta í króka­afla­marks­kerf­inu voru auk­in í 15 metra, að sögn Matth­ías­ar. „Svo hef­ur regl­um verið breytt hvað varðar rétt­ind­in á þess­um tólf til fimmtán metra bát­um, búið að upp­færa rétt­indi þeirra sem hafa tólf metra rétt­indi í fimmtán metra frá og með 1. sept­em­ber. Þannig að það er búið að gefa miklu meiri mögu­leika til þess að ráða skip­stjóra og stýri­menn á 30 brútt­ót­onna bát sem er allt að fimmtán metr­um.“

Hann seg­ir breyt­ing­arn­ar hafa aukið áhug­ann á bát­um af stærri gerð, þar sem þeim fylgja mikl­ir kost­ir hvað aflameðferð varðar, til að mynda með til­liti til sér­staks kæli­búnaðar sem komið er fyr­ir í bát­un­um. Ekki síst fylg­ir bát­un­um betri aðbúnaður fyr­ir sjó­menn. „Bæði á dekki og í vist­ar­veru.“ Spurður hvað stór plast­bát­ur kosti seg­ir Matth­ías bát sem er full­hlaðinn öll­um tækni­búnaði geta kostað á bil­inu 320 til 370 millj­ón­ir króna.

Öll flór­an

Spurður hvort það sé mik­il fyr­ir­höfn að smíða svona báta seg­ir Matth­ías svo vera. „Svona bát­ur er tug­ir tonna. Hann kem­ur bara í rúll­um og doll­um. Síðan er þetta sett í mót­un. [...] Stóra verk­efnið hjá okk­ur verður að smíða þrjá til fjóra stóra báta á næstu tveim­ur árum.“

Um­fang þess að smíða nú­tíma­lega báta í króka­afla­marks­kerf­inu felst þó ekki bara í því að skella efniviðnum í mót; því fylg­ir um­fangs­mik­il og fjöl­breytt vinna og þarfn­ast tals­verðs mannafla, hver með sína sér­hæf­ingu í verkið. Matth­ías seg­ir hvert verk­efni hafa mikið að segja um fjölda ein­stak­linga sem komi að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og geti fjöld­inn sveifl­ast úr tíu upp í þrjá­tíu. Vegna þessa er stuðst mikið við verk­taka og und­ir­verk­taka. „Við erum með plast­ara, smiði, píp­ara, raf­virkja, tækni­menn, vél­fræðinga og vél­virkja. Þetta er öll flór­an.“

Einnig fyr­ir er­lenda aðila

Þá sé í nýj­um bát­um tals­vert af ný­stár­leg­um tækj­um sem þurfi að koma fyr­ir. Meðal ann­ars kæl­ing­ar­tæki sem hann seg­ir há­marka gæði afurðar­inn­ar og línu­beit­ing­ar­kerfi sem stýrt er með hug­búnaði. „Það tel­ur bæði beit­una og fisk­ana. Þetta er orðið mjög háþróað. Svo eru gríðarleg tæki í brúnni líka, þetta er al­veg eins og í stóru skip­un­um. Það eru öll tæki í svona stór­um plast­bát­um í dag,“ út­skýr­ir Matth­ías.

Spurður hvort tækni­bylt­ing­in sé að fullu kom­in í plast­bát­ana svar­ar hann: „Já, hún er al­veg kom­in og menn eru að kaupa sigl­inga­tæki fyr­ir tugi millj­óna í svona báta.“ Þá seg­ir hann jafn­framt tölu­verða þróun í gangi varðandi aðal­vél­ar knún­ar raf­magni sem muni rata í báta þegar fram líði stund­ir enda hafi slík­ar vél­ar sumstaðar þegar verið tekn­ar í notk­un.

Matth­ías seg­ir fyr­ir­tækið ekki aðeins smíða vík­ing­báta fyr­ir inn­lenda kaup­end­ur held­ur hafi slík­ir bát­ar einnig verið seld­ir til Nor­egs og Græn­lands. Auk þess hef­ur fyr­ir­tækið á sín­um tíma smíðað tvær ferj­ur fyr­ir Ísa­fjörð og eina ferju fyr­ir kaup­anda í Fær­eyj­um. Jafn­framt keypti fyr­ir­tækið rétt­ind­in að sóma­bát­um á sín­um tíma og hef­ur það einnig smíðað slíka báta und­an­far­in ár, en þeir eru af smærri teg­und og hafa verið nýtt­ir bæði fyr­ir strand­veiðar og ferðaþjón­ustu.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: