Vísindin í forgrunni í loðnuleiðangri á Kap

Kap VE 4.
Kap VE 4. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Vís­ind­in eru í for­grunni í loðnu­leiðangri Kap VE 4, skips Vinnslu­stöðvar­inn­ar, sem hófst á miðviku­dags­kvöld. Fylgst verður með hrygn­ingu loðnunn­ar auk þess sem sýni verða tek­in fyr­ir sunn­an, vest­an og norðan land, sem nýt­ast við líf­fræðileg­ar rann­sókn­ir.

Ekki eru vænt­ing­ar um að leiðang­ur­inn leiði til þess að veiðikvóti verði gef­inn út, að seg­ir  Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­unn­ar, í Morg­un­blaðinu í dag.

Um sam­vinnu­verk­efni stofn­un­ar­inn­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa er að ræða og er Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur, leiðang­urs­stjóri um borð í Kap. Byrjað var út af Vík, en ekki hafa verið frétt­ir um loðnu síðustu daga þar fyr­ir aust­an. Í gær var Kap­in kom­in vest­ur fyr­ir Reykja­nes og er ráðgert að skipið fikri sig með strönd­inni vest­ur á bóg­inn og inn á Faxa­flóa og Breiðafjörð. Síðan verður farið norður fyr­ir land og er ráðgert að leiðangr­in­um ljúki í lok næstu viku.

Síðustu ár hef­ur orðið vart auk­inn­ar hrygn­ing­ar fyr­ir norðan land, en hefðbundið hrygn­ing­ar­svæði loðnunn­ar síðustu ára­tugi hef­ur verið fyr­ir sunn­an land og vest­an. Guðmund­ur seg­ir að miðað við breyti­leika á milli loðnu­mæl­inga í fe­brú­ar sé lík­leg­ast tölu­vert um­fangs­mik­il hrygn­ing norðan lands. Hann seg­ir að reynt verði að kort­leggja hrygn­ing­una og hvað mikið hrygni á hvaða svæðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: