Heildarafli dróst saman í febrúar

Um 78% minna hefur veiðst af kolmunna í febrúar en …
Um 78% minna hefur veiðst af kolmunna í febrúar en í sama mánuði í fyrra. mbl.is/Börkur

Heild­arafli ís­lenskra fiski­skip var 51.547 tonn í fe­brú­ar sem er 30% minna en á sama tíma í fyrra þegar heild­arafli nam 71 þúsund tonn­um, að því er seg­ir á vef Hag­stofu Íslands. Þar seg­ir að sam­drátt­ur­inn skýrist fyrst og fremst af minni kol­munna­afla en hann var 6.577 tonn í fe­brú­ar en 30,4 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra.

Botn­fiskafl­inn nam 43.918 tonn í fe­brú­ar sem er 5% meira en á sama tíma í fyrra og hef­ur aukn­ing­in verið mest í karfa eða 50%.

Ef litið er til mars 2019 til fe­brú­ar 2020 nam heild­arafli rétt rúm millj­ón tonn sem er 14% minni afli en tólf mánuði þar á und­an. Er mest­ur hlut­falls­leg­ur sam­drátt­ur á þessu tíma­bili í loðnu, kol­munna, ufsa og flat­fiski, en sam­drátt­ur var í öll­um teg­und­um að ýsu und­an­skil­inni.

mbl.is