Heildarafli íslenskra fiskiskip var 51.547 tonn í febrúar sem er 30% minna en á sama tíma í fyrra þegar heildarafli nam 71 þúsund tonnum, að því er segir á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að samdrátturinn skýrist fyrst og fremst af minni kolmunnaafla en hann var 6.577 tonn í febrúar en 30,4 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra.
Botnfiskaflinn nam 43.918 tonn í febrúar sem er 5% meira en á sama tíma í fyrra og hefur aukningin verið mest í karfa eða 50%.
Ef litið er til mars 2019 til febrúar 2020 nam heildarafli rétt rúm milljón tonn sem er 14% minni afli en tólf mánuði þar á undan. Er mestur hlutfallslegur samdráttur á þessu tímabili í loðnu, kolmunna, ufsa og flatfiski, en samdráttur var í öllum tegundum að ýsu undanskilinni.