„Menn eru bara að ná áttum“

Vöruflutningaflugvél Bluebird.
Vöruflutningaflugvél Bluebird.

„Það virðist ljóst að [írska flug­fé­lagið] Aer Ling­us ætl­ar að fljúga eitt­hvað áfram, svipað og Icelanda­ir er að gera, vest­ur um haf. Við erum ekki búin að fá nein­ar ná­kvæm­ar frétt­ir af því hvernig þetta verður,“ seg­ir Sveinn Zoëga, sölu- og markaðsstjóri, Blu­ebird Nordic, í Morg­un­blaðinu í dag.

Í viðtali við 200 míl­ur á föstu­dag sagði Sveinn að flutn­ing­ur sjáv­ar­af­urða með Blu­ebird Nordic til Banda­ríkj­anna með farþega­flugi yrði ekki fyr­ir nein­um trufl­un­um vegna ferðabanns yf­ir­valda í Banda­ríkj­un­um, þar sem bannið næði ekki til Írlands. Blu­ebird flyt­ur að staðaldri milli 15 og 20 tonn af fiski þangað vest­ur í gegn­um Írland.

Á laug­ar­dags­kvöld var ferðabann banda­rískra yf­ir­valda út­víkkað og nær nú einnig til Bret­lands og Írlands og vakn­ar því sú spurn­ing hvort flutn­ing­ar Blu­ebird Nordic rask­ist. Spurður um þetta seg­ir Sveinn ekki ljóst enn hvað verði og seg­ir: „Menn eru bara að ná átt­um og að átta sig á um­fang­inu.“ Hann seg­ir þó aðspurður að sú hug­mynd hafi komið upp að flytja fisk beint frá Íslandi til Banda­ríkj­anna. „Við höf­um ekki tekið nein­ar ákv­arðanir um það og eig­um eft­ir að heyra í okk­ar viðskipta­vin­um; hver eft­ir­spurn­in er.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: