Bestu búbblurnar í sóttkví?

Freyðite er bæði hollt og gott.
Freyðite er bæði hollt og gott. mbl.is/Colourbox

Sér­fræðing­ar víða um heim­inn stíga fram og hvetja al­menn­ing til að huga að heils­unni þessa dag­ana. Mælst hef­ur verið til þess að fólk sofi vel, borði hollt og haldi sig frá ólifnaði á borð við áfengi og síga­rett­ur.

Af því til­efni er áhuga­vert að skoða kampa­vínið sem lands­menn geta drukkið sér til heilsu­bót­ar. 

Tefé­lagið hóf ný­verið að selja freyðite, sem er ný teg­und af drykk sem inni­held­ur líf­rænt te. Sum­ir segja að þetta sé besti drykk­ur­inn í sótt­kví.

Freyðite er fram­leitt úr vönduðu hrá­efni með það að mark­miði að vera besti óá­fengi drykk­ur í heimi. Ein flaska af freyðite inni­held­ur allt að 13 mis­mun­andi teg­und­ir af tei. Hver teg­und er löguð með mis­mun­andi hita­stigi og tíma til þess að fá hið rétta bragð. Ferlið er vandað og allt unnið með handafli. Telauf­in eru fyrst lát­in liggja í heitu vatni og síðan lögð í kalt vatn. Því næst er hvít­víni eða vín­berja­safa helt í blönd­una og fersk­um sítr­ónusafa bætt við. Að lok­um eru flösk­urn­ar látn­ar standa í nokkra mánuði til að fá hið rétta bragð.

Tefé­lagið send­ir heim, ef haft er sam­band við þá beint og keypt­ar meira en sex flösk­ur í hvert skipti. 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman