Endurunnið sem aldrei fyrr

Áberandi hvað flokkun á plasti hefur aukist á síðustu árum …
Áberandi hvað flokkun á plasti hefur aukist á síðustu árum samkvæmt rannsókn á húsasorpi. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­ur­veg­ar­inn í rann­sókn Sorpu á flokk­un og end­ur­vinnslu heim­il­iss­orps á síðasta ári er hinn al­menni neyt­andi. Sér­stak­lega er áber­andi hvað flokk­un hef­ur auk­ist á plasti á síðustu árum, að sögn Bjarna Gnýs Hjarðar, yf­ir­verk­fræðings Sorpu. Hann seg­ir að heim­ili end­ur­vinni úr­gang sem aldrei fyrr og nýti all­ar mögu­leg­ar leiðir.

Bjarni seg­ir slá­andi hversu mikið plast hafi minnkað í sorptunn­um íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu síðustu ár, en meðfylgj­andi mynd sýn­ir þróun í nokkr­um flokk­um í rann­sókn á húsasorpi í fyrra og nokk­ur síðustu ár. Í rann­sókn­inni er byggt á sýn­um sem tek­in eru úr sorp­hirðubíl­um.

Skýr­ing­arn­ar á minna plasti í orkutunn­um við heim­ili seg­ir Bjarni að geti verið nokkr­ar, en ekki síst séu heim­il­in orðin mjög meðvituð um notk­un á plasti og flokk­un. Heim­il­in hafi al­mennt dregið úr notk­un á plasti og aukið end­ur­vinnslu í kjöl­far mik­ill­ar umræðu um plast­meng­un. Þá þróun megi sjá í skil­um á plasti á end­ur­vinnslu­stöðvum.

Drykkjaum­búðir fyr­ir 135 millj­ón­ir í ruslið

Far­veg­um fyr­ir plast til end­ur­vinnslu hafi verið fjölgað í nokkr­um sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu og alls staðar sé um sér­söfn­un fyr­ir plast að ræða á höfuðborg­ar­svæðinu. Í þriðja lagi hafi birgjar boðið aðrar lausn­ir fyr­ir umbúðir en áður, m.a. sé plastefnið létt­ara en áður og fleiri bjóði papp­ír.

Greining á sorpi á höfuðborgarsvæðinu
Grein­ing á sorpi á höfuðborg­ar­svæðinu

Bjarni seg­ir að orkut­unna við heim­ili hafi verið létt­ari í fyrra held­ur en 2018. Í fyrra hafi hver íbúi að meðaltali hent 177,5 kíló­um af óflokkuðum blönduðum úr­gangi, ým­ist í orkutunnu við heim­ili eða með sam­bæri­leg­um hætti í gám á end­ur­vinnslu­stöð. Síðustu ár hef­ur þetta magn verið á bil­inu frá 186 kíló­um og mest var blandað, óflokkað rusl rúm­lega 200 kíló á íbúa að meðaltali 2011 og 2012.

Um 50% úr­gangs í orkutunnu voru mat­ar­leif­ar, eða um 67 kíló á íbúa, og seg­ir Bjarni að þar gæti verið verk að vinna fyr­ir heim­il­in. Þá sé hægt að sjá skýr merki um breytt mataræði fólks í niður­stöðum húsasorps­rann­sókn­ar Sorpu.

Bjarni Gnýr Hjarðar.
Bjarni Gnýr Hjarðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Magn drykkj­ar­um­búða sem greitt er fyr­ir á end­ur­vinnslu­stöðvum dróst sam­an í fyrra. Eigi að síður komu upp úr orkutunn­un­um umbúðir sem rúm­lega 135 millj­ón­ir króna hefðu verið greidd­ar fyr­ir við skil til End­ur­vinnsl­unn­ar. 2018 nam þessi upp­hæð rúm­lega 185 millj­ón­um króna.

Bjarni skýr­ir minna magn umbúða í tunn­un­um m.a. með fjölg­un mót­töku­stöðva og að þær sem fyr­ir eru hafi verið gerðar öfl­ugri og aðgengi­legri. Þá seg­ir Bjarni að hluti skýr­ing­ar­inn­ar liggi lík­lega í því að í fyrra hafi harðnað í ári miðað við árin á und­an og þá geti 16 krón­ur fyr­ir hverja flösku eða dós skipt máli fyr­ir marga.

Vind­flokk­ari úr notk­un

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur eft­ir sam­ráð við sótt­varn­ar­lækni lagt til að flokk­un úr­gangs með loft­blæstri verði hætt tíma­bundið til að draga úr smit­hættu vegna kór­ónu­veirunn­ar. Það þýðir að ekki má nýta vind­flokk­ara fyr­ir plast í pok­um í mót­töku- og flokk­un­ar­stöð SORPU á meðan þetta ástand var­ir, seg­ir á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Um er að ræða búnað sem notaður er til að flokka plast í pok­um frá heim­il­isúr­gangi í Hafnar­f­irði, Garðabæ, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nesi. Íbúar í þeim sveit­ar­fé­lög­um sem skila plasti í pok­um með heim­il­iss­orpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti á grennd­ar­stöðvar eða á end­ur­vinnslu­stöðvar þar til til­kynnt verður um annað, seg­ir á heimasíðu Sorpu.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 12. mars. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: