Draga úr sölu á ferskum fiski í Bretlandi

Lokun fiskborða í verslunum í Bretlandi geta leitt til mun …
Lokun fiskborða í verslunum í Bretlandi geta leitt til mun minni eftirspurnar eftir ferskum íslenskum sjávarafurðum. AFP

Versl­un­ar­keðjurn­ar Sains­bury's og Tesco, sem eru með þúsund­ir versl­ana í Bretlandi, hafa ákveðið að loka fisk- og kjöt­borðum sín­um auk þess sem kaffi­hús­um og mat­sölu­stöðum inn­an versl­ana verður lokað.

„Þetta þýðir að við get­um losað um pláss á lag­er sem og í flutn­ing­um fyr­ir vör­ur sem viðskipta­vin­ir okk­ar þurfa nauðsyn­lega á að halda,“ seg­ir Mike Coupe, for­stjóri Sains­bury's, í yf­ir­lýs­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Fyrr­nefnd­ar aðgerðir eru til þess falln­ar að valda ís­lensk­um út­gerðaraðilum áhyggj­um þar sem sam­drátt­ur verður í eft­ir­spurn eft­ir fersk­um afurðum frá Íslandi. Bjarni Ármanns­son, for­stjóri Ice­land Sea­food, seg­ir í ViðskiptaMogg­an­um í dag að það kunni að vega á móti að sala gæti auk­ist á öðrum afurðum.

mbl.is