Verslunarkeðjurnar Sainsbury's og Tesco, sem eru með þúsundir verslana í Bretlandi, hafa ákveðið að loka fisk- og kjötborðum sínum auk þess sem kaffihúsum og matsölustöðum innan verslana verður lokað.
„Þetta þýðir að við getum losað um pláss á lager sem og í flutningum fyrir vörur sem viðskiptavinir okkar þurfa nauðsynlega á að halda,“ segir Mike Coupe, forstjóri Sainsbury's, í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins.
Fyrrnefndar aðgerðir eru til þess fallnar að valda íslenskum útgerðaraðilum áhyggjum þar sem samdráttur verður í eftirspurn eftir ferskum afurðum frá Íslandi. Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir í ViðskiptaMogganum í dag að það kunni að vega á móti að sala gæti aukist á öðrum afurðum.