Grásleppuvertíð að komast í gang

Gert klárt fyrir grásleppuna á Húsavík.
Gert klárt fyrir grásleppuna á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sjó­menn­irn­ir á Aþenu ÞH 505 frá Húsa­vík voru að gera klárt fyr­ir grá­slepp­una í vik­unni en áttu þó ekki von á því að leggja net­in al­veg á næstu dög­um. Þar hafði veður­spá­in meiri áhrif held­ur en kór­ónu­veir­an.

Stefán Guðmunds­son, eig­andi Gentle Gi­ants á Húsa­vík, ger­ir Aþenu út til grá­sleppu­veiða og ferðaþjón­ustu þess utan. Bát­ur­inn er ný­kom­inn úr mik­illi klöss­un í Trefj­um í Hafnar­f­irði þar sem m.a. var skipt um vél.

Grá­sleppu­veiðar máttu hefjast 10. mars, sem er tíu dög­um fyrr en venju­lega. Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda í gær að tólf bát­ar hefðu þegar landað afla og hefðu fengið 1,5 tonn að meðaltali í róðri. Einkum eru það bát­ar á Eyja­fjarðarsvæðinu og á svæði sunn­an Langa­ness sem eru byrjaðir veiðar. Alls hafa 22 bát­ar virkjað leyfi til að hefja veiðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: