Grásleppuvertíð að komast í gang

Gert klárt fyrir grásleppuna á Húsavík.
Gert klárt fyrir grásleppuna á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sjómennirnir á Aþenu ÞH 505 frá Húsavík voru að gera klárt fyrir grásleppuna í vikunni en áttu þó ekki von á því að leggja netin alveg á næstu dögum. Þar hafði veðurspáin meiri áhrif heldur en kórónuveiran.

Stefán Guðmundsson, eigandi Gentle Giants á Húsavík, gerir Aþenu út til grásleppuveiða og ferðaþjónustu þess utan. Báturinn er nýkominn úr mikilli klössun í Trefjum í Hafnarfirði þar sem m.a. var skipt um vél.

Grásleppuveiðar máttu hefjast 10. mars, sem er tíu dögum fyrr en venjulega. Þær upplýsingar fengust hjá Landssambandi smábátaeigenda í gær að tólf bátar hefðu þegar landað afla og hefðu fengið 1,5 tonn að meðaltali í róðri. Einkum eru það bátar á Eyjafjarðarsvæðinu og á svæði sunnan Langaness sem eru byrjaðir veiðar. Alls hafa 22 bátar virkjað leyfi til að hefja veiðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: