Sungu fyrir fólkið á svölunum

00:00
00:00

Það var fal­leg stund í garðinum á Hrafn­istu-Ísa­fold í Garðabæ í dag þegar fjöldi söngv­ara söng þar nokkr­ar ís­lensk­ar dæg­urperl­ur fyr­ir heim­il­is­fólkið sem kom sér vel fyr­ir á svöl­un­um með teppi og kakó þar sem það hlýddi á tón­list­ina og fagnaði svo vel í lok­in. 

Á meðal laga voru slag­ar­ar á borð við „Manstu ekki eft­ir mér“ sem Stuðmenn gerðu vin­sælt, „Heyr mína bæn“ og „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ og loka­lagið var að sjálf­sögðu „Ég er kom­inn heim“.

mbl.is var að sjálf­sögðu á staðnum og í mynd­skeiðinu má sjá brot úr loka­lag­inu.

Fyrr í dag var fjallað um fram­takið á mbl.is. Það var Ing­unn Björk Vil­hjálms­dótt­ir sem stóð fyr­ir fram­tak­inu en faðir henn­ar er einn heim­il­is­manna og þar sem sam­komu­bann er í gildi get­ur hún ekki heim­sótt hann.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman