Gerir góðverk í stað þess að spila handbolta

Jesper Konradsson í landsleik með Svíum.
Jesper Konradsson í landsleik með Svíum. AFP

At­vinnu­menn í hand­bolta hafa ekki mikið að gera þessa dag­ana þegar nán­ast öll íþróttaiðkun ligg­ur niðri vegna kór­ónu­veirunn­ar. Sví­inn Jesper Konrads­son læt­ur gott af sér leiða á meðan.

Konrads­son er lyk­ilmaður í danska liðinu Skjern þar sem hann er liðsfé­lagi ís­lensku landsliðsmann­anna Björg­vins Páls Gúst­avs­son­ar og Elvars  Jóns­son­ar. Hann er sænsk­ur landsliðsmaður og sér­stak­lega þekkt­ur fyr­ir stoðsend­ing­ar sín­ar. Nú gef­ur hann stoðsend­ing­ar á ann­an hátt.

Konrads­son er nefni­lega bú­inn að skrá sig í hóp sjálf­boðaliða sem bera út vör­ur í hús í Skjern, til íbúa í bæn­um sem eru í sótt­kví eða eiga að halda sig heima þar sem þeir eru í áhættu­hópi vegna kór­ónu­veirunn­ar.

„Þegar við get­um ekki stundað vinnu okk­ar sem hand­bolta­menn þá verðum við að reyna að gera gagn á ein­hvern ann­an hátt,“ seg­ir Konrads­son við staðarblaðið Dag­bla­det Ring­köbing-Skjern.

Hann gæti ein­mitt þurft að koma með helstu nauðsynj­ar heim til tveggja liðsfé­laga sinna því þeir Bjarte Myr­hol og Thom­as Mo­gensen eru báðir í sótt­kví heima hjá sér vegna veirunn­ar.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman