Klósettpappírshamstrið er að rústa lífi hans

Uppistandarinn Christopher William D´Elia segist vera að missa vitið þessa …
Uppistandarinn Christopher William D´Elia segist vera að missa vitið þessa dagana yfir klósettpappírsæði nágranna sinna. mbl.is/skjáskot Instagram

Uppist­and­ar­inn Christoph­er William D'Elia er að missa vitið þessa dag­ana yfir fólki sem er fyr­ir hon­um í búðunum. Sjálf­ur seg­ir hann áskor­un að kom­ast í búðina að kaupa sér egg í morg­un­mat­inn þar sem ná­grann­ar hans hugsi um fátt annað en að skeina sig þessa dag­ana. Hann tel­ur frá­leitt að fólk sé að kaupa all­an þenn­an kló­sett­papp­ír því lítið sé vitað um hvað framtíðin beri í skauti sér. Það muni eng­inn koma bet­ur út úr þess­um ham­förum með fulla skápa af papp­ír.

Sitt sýn­ist hverj­um um húm­or hans, en eitt er víst að hlát­ur leng­ir lífið og efl­ir ónæmis­kerfið. D'Elia hef­ur skemmt fólki um víða ver­öld með brönd­ur­um sín­um, sem eru aðeins meira á póli­tískri línu en al­gengt er.

Hann er þekkt­ur fyr­ir að hafa aldrei drukkið áfengi eða reykt. Enda reyn­ir hann eft­ir fremsta megni að halda sig frá al­mennri hjarðhegðun, sem hon­um finnst ekk­ert vit í. 

Sjón er sögu rík­ari. Það eru marg­ir að skemmta sér með hon­um þessa dag­ana.

View this post on In­sta­gram

This mot­herfucker flicked it lma­ooooo.

A post shared by Chris D'Elia (@chris­delia) on Mar 15, 2020 at 2:25pm PDT

View this post on In­sta­gram

Lmao wtf #corona­virus

A post shared by Chris D'Elia (@chris­delia) on Mar 12, 2020 at 4:08pm PDT



mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman