Taka að sér dýr í sóttkví

Margir góðir hvuttar hafa fengið nýtt heimili á síðustu vikum.
Margir góðir hvuttar hafa fengið nýtt heimili á síðustu vikum. Ljósmynd/Unsplash

Útbreiðsla kór­ónu­veirunn­ar hef­ur ekki bara haft nei­kvæð áhrif. Í Banda­ríkj­un­um hafa ætt­leiðing­ar dýra frá dýra­at­hvörf­um auk­ist allt að 20%. Auk­inn fjöldi Banda­ríkja­manna sit­ur nú heima í sótt­kví og hef­ur brugðið á það ráð að fá sér hund eða kött til að létta and­ann á heim­il­inu. 

Ni­kole Bresciani, fram­kvæmd­ar­stjóri Ind­land Valley Huma­ne Society í Pomona í Kali­f­orínu­ríki, seg­ir í viðtali við TMZ að fjöldi fólks hafi leitað til sam­tak­anna síðastliðna viku og óskað eft­ir að ætt­leiða dýr. Bóka þarf tíma á net­inu eða í gegn­um síma til að fá að koma í heim­sókn í dýra­at­hvarfið til að forðast of mik­inn fjölda gesta. 

Bresciani seg­ir að þau hafi tekið eft­ir aukn­um fjölda barna­fjöl­skyldna sem vilji bæta við sig ketti eða hundi. 

Eldri borg­ar­ar í Flórída­ríki hafa einnig brugðið á sama ráð. Randa Richter hjá SPCA í Flórída seg­ir að þau hafi séð að minnsta kosti 20% aukn­ingu á síðustu vik­um. Fjölda viðburða fyr­ir eldri borg­ara hef­ur verið af­lýst vegna út­breiðslu veirunn­ar og leit­ar fólkið í að finna sér eitt­hvað að gera, eins og til dæm­is að fara út að ganga með hund­inn. 

Richter seg­ir einnig að þau hafi fengið til sín fleiri sjálf­boðaliða. Sjálf­boðaliðarn­ir eru fram­halds­skólakrakk­ar sem hafa meiri tíma til að sinna sam­fé­lags­leg­um verk­efn­um nú þegar kennsla hef­ur verið færð yfir á netið. 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman