„Þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó“

Sá guli er með þeim furðulegustu þorskum sem sést hefur.
Sá guli er með þeim furðulegustu þorskum sem sést hefur. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Stór gul­ur þorsk­ur vakti held­ur bet­ur at­hygli þegar hann kom í land í Vest­manna­eyj­um með afla Dranga­vík VE á þriðju­dag. Ekki nokk­ur í Vinnslu­stöðinni mun hafa séð ann­an eins furðufisk og þann gula sem veidd­ur var 9 míl­ur vest­ur af Surts­ey.

„Margt skrýtið hef ég séð um dag­ana en þetta er nú eitt magnaðasta hel­víti úr sjó sem fyr­ir augu mín hef­ur borið. Þarna virðast Eyja­menn hafa veitt eina gullein­takið í þorsk­stofn­in­um!“ sagði dr. Gunn­ar Jóns­son fiski­fræðing­ur þegar hann sá mynd­ir af „gul­bínó­an­um“ eins og hann er kallaður á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Vænn fiskur þó gulur sé.
Vænn fisk­ur þó gul­ur sé. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Gunn­ar, sem nú er á eft­ir­laun­um, starfaði áður um ára­bil hjá Haf­rann­sókna­stofn­un og hef­ur hann meðal ann­ars tekið sam­an sjáv­ar­dýra­orðabók á tíu tungu­mál­um. Þá hef­ur hann sér­hæft sig í að greina og skrá und­ar­lega fiska og kveðst á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar hafa orðið með tím­an­um hálf­gerður furðufiska­fræðing­ur.

Hvít­ingi sem lifði af einelti

Vinnslu­stöðin sendi einnig Gísla Jóns­syni, sér­greina­lækni fisk­sjúk­dóma hjá Mat­væla­stofn­un, mynd­ir af þeim gula og svaraði hann að það væri ótrú­legt að þessi fisk­ur hefði ekki drep­ist fyr­ir löngu vegna einelt­is.

„Mér sýn­ist á öllu að hér sé um meðfædd­an erfðagalla að ræða. Þetta er „hvít­ingi“ (rétt­ara væri að kalla hann „gul­ingja“ þegar um þorsk er að ræða!). Það vant­ar all­ar eðli­leg­ar litafrum­ur í roðið og þess vegna fær það þenn­an glæra og gul­leita blæ,“ seg­ir Gísli um fisk­inn.

Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

„Nátt­úr­an er afar „grimm“ í svona frá­vik­um. Slík­ir ein­stak­ling­ar lenda í miklu einelti og eru yf­ir­leitt drepn­ir af „fé­lög­un­um“ á fyrstu þroska­stig­um. Þessi fisk­ur hef­ur ein­hverra hluta vegna náð að smjúga fram­hjá „afæt­um“ nátt­úr­unn­ar og það er afar merki­legt.“

Sá guli

Sjó­menn hafa lengi rætt um þorsk sem „þann gula“ og vísa með því til gulr­ar eða grængulr­ar slikju á roðinu og guli lit­ur­inn get­ur verið mis­jafn­lega sterk­ur eða áber­andi, að því er seg­ir á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Hins veg­ar hef­ur eng­inn ann­ar þorsk­ur getað gert „til­kall til einka­rétt­ar á sæmd­ar­heit­inu sá guli“.

Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin
Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin




mbl.is

Bloggað um frétt­ina