Helgi Björns skemmtir landanum heima í stofu

Helgi Björns mun skemmta landanum annað kvöld.
Helgi Björns mun skemmta landanum annað kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tón­list­armaður­inn Helgi Björns­son og Reiðmenn vind­anna munu halda uppi stuðinu á heim­il­um Íslend­inga annað kvöld. Laug­ar­dags­kvöldið 21. mars fer í sögu­bæk­urn­ar sem fyrsta laug­ar­dags­kvöldið í sam­komu­banni Íslend­inga.

Á laug­ar­dags­kvöldið og ætla þeir að efna til kvöld­vöku á heim­il­um lands­manna með aðstoð Sjón­varps Sím­ans og mbl.is. Þar ætl­ar Helgi að syngja nokk­ur af þekkt­ustu lög­un­um sín­um í bland við perl­ur úr dæg­ur­laga­sög­unni okk­ar. Kvöld­vak­an hefst klukk­an 20:00 og stend­ur í klukku­tíma og sér­stak­ur gest­ur Helga verður söng­kon­an Salka Sól.

Tón­leik­un­um verður streymt beint hér á mbl.is annað kvöld.

„Við verðum aðeins að lyfta okk­ur á kreik sem þjóð, þetta er búin að vera þung vika að fara í gegn­um. Við erum þó á all­an hátt að fara eft­ir fyr­ir­mæl­um og öll vilj­um við standa okk­ar plikt í al­manna­vörn­un­um en við vilj­um líka aðeins fá að líta upp úr þessu og skemmta okk­ur aðeins og hrista okk­ur,“ seg­ir Helgi aðspurður um út­send­ing­una.

„Ég er með lítið mjög vel skipað band og vandaðan lagalista og þjóðin fær að velja lög á dag­skrána í gegn­um sam­fé­lags­miðlana. Þannig að það fá all­ir óska­lag og þetta verður bara fal­leg kvöld­vaka.“ 

Eins og Helgi kom inn á verður farið að öll­um fyr­ir­mæl­um Al­manna­varna og tveggja metra bil á milli liðsmanna sveit­ar­inn­ar og þeirra sem koma að út­send­ing­unni en Helgi sem slík­ur aldrei nær þjóðinni. 

„Þetta verður bara gam­an og það geta all­ir verið með, hvar sem er á land­inu og hvernig sem staðan er. Nú syngj­um við sam­an á laug­ar­dags­kvöld öll sem eitt,“ seg­ir Helgi.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman