Íslenska óperan mun í samstarfi við mbl.is stytta landsmönnum stundir og gleðja á erfiðum tímum með því að færa þeim aríu dagsins í flutningi íslenskra söngvara við píanóleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar.
Aría dagsins hefst á þriðjudag.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.