Ruddi hálfan Vesturbæinn á laugardagsmorgni

Theo gerði nágrönnum sínum mikinn greiða með því að ryðja …
Theo gerði nágrönnum sínum mikinn greiða með því að ryðja göngustíga í morgun. Ljósmynd/Sebastian Storgaard

Týr Theo Norðdahl, ell­efu ára gam­all dreng­ur úr Vest­ur­bæn­um, sit­ur ekki auðum hönd­um þó skóla­hald sé orðið tak­markað og skíðaæf­ing­ar falli niður vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Theo, eins og hann er yf­ir­leitt kallaður, vaknaði snemma í morg­un og fór út að ryðja göngu­stíga fyr­ir ná­granna sína. 

„Hann var vaknaður klukk­an átta í morg­un. Hann fór út, spurði hvort hann mæti fara út að moka og ég hélt hann væri úti í garði en svo leit ég út um glugg­ann. Þá sá ég að hann var bú­inn að fara al­veg út að ljós­un­um og eig­in­lega al­veg út að Ægisíðu, al­veg ótrú­lega langt,“ seg­ir Guðný Ein­ars­dótt­ir, móðir Theo, í sam­tali við mbl.is, en fjöl­skyld­an býr við Kaplaskjóls­veg.

„Hann átti af­mæli um dag­inn og bróðir minn gaf hon­um pen­ing og hann fór í Byko og valdi sér svona snjóruðnings­skóflu og er ótrú­lega ánægður með hana.“

Guðný seg­ir fullt af fólki hafi nýtt sér góðverk Theo, en það vakti mikla já­kvæða at­hygli í íbúa­hóp Vest­ur­bæj­ar á Face­book, þar sem hann var sagður hafa rutt hálf­an Vest­ur­bæ­inn á laug­ar­dags­morgni.

„Það var kona sem skrifaði og þakkaði hon­um fyr­ir því hún komst út með barna­vagn­inn. Það var fullt af fólki búið að nýta sér þetta, en hann var ánægðast­ur að heyra af kon­unni með barna­vagn­inn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman