Salka Sól sérstakur gestur Helga

Salka Sól Eyfeld.
Salka Sól Eyfeld. mbl.is/Árni Sæberg

Söng­kon­an Salka Sól Ey­feld verður sér­stak­ur gest­ur á kvöld­vök­unni sem Helgi Björns og Reiðmenn vind­anna ætla að bjóða upp á í Sjón­varpi Sím­ans, á K100 og mbl.is kvöld klukk­an 20:00.

„Ég hlakka til, þetta verður skemmti­legt og gam­an að geta kíkt í heim­sókn til lands­manna í kvöld með þess­um hætti og von­andi glatt fólk og létt aðeins lund þess,“ seg­ir Salka. Ég ætla meðal ann­ars að syngja Þúsund sinn­um segðu já, það er eitt af upp­á­halds Helga Björns-lög­un­um mín­um.“

Salka og Helgi hafa áður sungið saman.
Salka og Helgi hafa áður sungið sam­an. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Við verðum aðeins að lyfta okk­ur á kreik sem þjóð, þetta er búin að vera þung vika að fara í gegn­um. Við erum þó á all­an hátt að fara eft­ir fyr­ir­mæl­um og öll vilj­um við standa okk­ar plikt í al­manna­vörn­un­um en við vilj­um líka aðeins fá að líta upp úr þessu og skemmta okk­ur aðeins og hrista okk­ur,“ seg­ir Helgi um út­send­ing­una. „Ég er með lítið mjög vel skipað band og vandaðan lagalista og þjóðin fær að velja lög á dag­skrána í gegn­um sam­fé­lags­miðlana þannig að það fá all­ir óska­lag og þetta verður bara fal­leg kvöld­vaka.

Þetta verður bara gam­an og það geta all­ir verið með, hvar sem er á land­inu og hvernig sem staðan er. Nú syngj­um við sam­an á laug­ar­dags­kvöld öll sem eitt.“

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman