Skjöldóttur fiskur

Neðri þorskurinn, Skjöldur, veiddist á fimmtudag. Sá efri úr síðasta …
Neðri þorskurinn, Skjöldur, veiddist á fimmtudag. Sá efri úr síðasta túr virðist næstum eðlilegur í samanburði. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Greint var frá því í fyrra­dag að sann­kallaður furðufisk­ur, gul­ur þorsk­ur, hefði komið í land í Vest­manna­eyj­um með afla Dranga­vík­ur VE á þriðju­dag. Sagði dr. Gunn­ar Jóns­son fiski­fræðing­ur að þarna væri á ferðinni eitt „magnaðasta hel­víti úr sjó“ sem hefði fyr­ir augu hans borið.

Óhætt er að segja að áhöfn­in hafi bætt um bet­ur í næstu veiðiferð, nú í vik­unni, er dreg­inn var á land ann­ar gul­ur fisk­ur, en í þetta sinn með svört­um flekkj­um. Ábyggi­lega er mun lík­legra að fá stærsta lottóvinn­ing­inn en að draga furðafiska um borð á sama stað í tveim­ur veiðiferðum í sömu vik­unni. Held ég skili bara lot­tómiðanum mín­um!“ seg­ir Kjart­an Guðmunds­son, skip­stjóri á Dranga­vík VE í viðtali á heimasíðu Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Báðir furðufisk­arn­ir veidd­ust á svipuðum slóðum, um 9 míl­um vest­ur af Surts­ey. Haft er eft­ir Gunn­ari að þarna virðist vera „vistheim­ili fyr­ir erfðafræðilega af­vega­leidda þorska“ sem sé sann­ar­lega verðugt rann­sókn­ar­efni.

mbl.is