Hóteleigandi býður verðandi föður fría gistingu

Lars de Bruin fær að dvelja á hótelinu Frost & …
Lars de Bruin fær að dvelja á hótelinu Frost & Funi á meðan hann þarf að vera í sóttkví. Ljósmynd/Aðsend

Hol­lensk­ur maður sem mun eign­ast barn á Íslandi í maí er á leiðinni til lands­ins en þurfti að finna sér gist­ingu fyr­ir tveggja vikna sótt­kví. Hót­eleig­andi í Hvera­gerði tók til sinna ráða og „fannst bara sjálfsagt“ að bjóða hon­um fría hót­elg­ist­ingu meðan á sótt­kvínni stend­ur.

Davíð Michel­sen verður afi í maí þar sem dótt­ir hans, Char­lotta Ýr, á von á barni með hol­lensk­um manni að nafni Lars de Bru­in. Lars, sem starfar sem kerf­is­fræðing­ur í Hollandi, ætl­ar sér að reyna kom­ast til Íslands á meðan það er ennþá mögu­leiki til að ná að vera viðstadd­ur fæðingu barns síns.

Vegna aðstæðna á heim­ili Davíðs í Hvera­gerði og á heim­ili for­eldra hans, þar sem dótt­ir hans býr tíma­bundið, treyst­ir fjöl­skyld­an sér ekki til að hýsa hinn verðandi föður meðan á sótt­kvínni stend­ur og Davíð greip á það ráð að aug­lýsa eft­ir gist­ingu í face­book­hópi Hver­gerðinga.

Charlotta Ýr Davíðsdóttir og Lars de Bruin eiga von á …
Char­lotta Ýr Davíðsdótt­ir og Lars de Bru­in eiga von á barni í maí. Lars ætl­ar að gera allt til að ná að vera viðstadd­ur fæðingu dótt­ur sinn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Gott að geta lagt eitt­hvað til mál­anna“

„Dótt­ir mín býr hjá for­eldr­um mín­um tíma­bundið og pabbi gamli er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Við sjálf erum með fjög­urra mánaða gam­alt barn. Til að gæta ör­ygg­is og tryggja að það komi ekki upp nein smit óskaði ég eft­ir því hvort ein­hver gæti hýst tengda­son­inn,“ seg­ir Davíð í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við:

„Þá svaraði Elfa Dögg kall­inu og býður gist­ing­una að kostnaðarlausu. Við erum al­veg gríðarlega þakk­lát henni.“

Um­rædd Elfa Dögg er Þórðardótt­ir og er eig­andi hót­els­ins Frosts & funa í Hvera­gerði. Er hún sá aug­lýs­ingu Davíðs var hún ekki lengi að bregðast við og þótti það ekk­ert til­töku­mál að hýsa Lars á meðan hann þarf að vera í sótt­kví.

„Mér fannst bara sjálfsagt að nýta þessa aðstöðu sem við erum með. Það hent­ar líka ágæt­lega á mínu hót­eli þar sem er sér­inn­gang­ur inn í hvert her­bergi en ekki hót­el­gang­ur,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

„Það er gott að geta lagt eitt­hvað til mál­anna í þessu ástandi fyrst það er hvort eð er allt að tæm­ast. Hann fær að vera hjá okk­ur á meðan hann er í sótt­kví og það verður þrifið af hon­um sér­stak­lega,“ bæt­ir Elfa við.

Elfa Dögg Þórðardóttir, eigandi hótelsins Frost & Funi, var ekki …
Elfa Dögg Þórðardótt­ir, eig­andi hót­els­ins Frost & Funi, var ekki lengi að bjóða fram aðstoð. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman